50 ár frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2020 08:54 Flugfélagsvélin brotlenti á hæstu bungu eyjunnar Mykiness í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Skjáskot/Kringvarp Færeyja, Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, þeirra á meðal einn Íslendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar. Kraftaverk þykir að ekki skyldi kvikna í vélinni eftir brotlendinguna og að 26 manns komust lífs af. Í þeim hópi voru fimm Íslendingar, flugmaðurinn Páll Stefánsson, flugfreyjurnar Hrafnhildur Ólafsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, og tveir íslenskir farþegar, Agnar Samúelsson og Oddgeir Jensson. Forsíða dagblaðsins Vísis um flugslysið árið 1970. Flugslysið varð að morgni laugardagsins 26. september kl. 10.56. Flugvélin hafði daginn áður, 25. september, lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja en hætt við lendingu í Vogum vegna þoku eftir 45 mínútna biðflug. Sneri vélin þá til varaflugvallar í Bergen í Noregi þar sem dvalið var yfir nótt. Færeyjafluginu frá Reykjavík hafði dagana á undan, 23. og 24. september, verið aflýst vegna veðurs. Að morgni laugardagsins bentu veðurupplýsingar til að góðar líkur væru á að hægt yrði að lenda í Færeyjum og hélt vélin í loftið frá Bergen kl. 8.22. Þegar vélin nálgaðist áfangastað um kl. 10.20 var enn gott skyggni í Vogum og hóf flugstjórinn aðflug en hætti við lendingu í 3.000 fetum þegar skúraský gengu yfir og byrgðu sýn. Fór vélin í biðflug yfir Mykinesi næstu 25 mínútur. Klukkan 10.48 tilkynnti flugvöllurinn í Vogum að skyggni til norðvesturs í átt að Mykinesi væri orðið 8 kílómetrar og ákvað flugstjórinn þá að hefja nýtt aðflug. Síðasta tilkynning frá flugmönnunum barst klukkan 10.55 og sögðust þeir þá vera að koma yfir Mykines í aðflugi. Skömmu síðar brotlenti vélin á fjallinu Knúki, hæstu bungu Mykiness. Slyssaðurinn var í 452 metra hæð, eða um 1.480 fetum, en fjallið er 560 metra hátt. Í skýrslu flugslysanefndar var talið líklegt að veðurratsjá flugvélarinnar hafi truflað radíóvitann á Mykinesi, sem hafi leitt til þess að flugmennirnir hafi fengið falskar upplýsingar um staðsetningu sína. Þeir hafi því byrjað að lækka flugið áður en þeir komu að radíóvitanum en ekki yfir honum, eins og átti að gera. Færeyska Kringvarpið vinnur að gerð heimildarmyndar um slysið, sem áformað er að sýna síðar í haust. Það minntist atburðarins í þættinum Dagur og vika í gær þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarflugmanninn Pál Stefánsson. Þessa níu mínútna umfjöllun má sjá hér: Magnús Þór Hafsteinsson vinnur að ritun bókar um slysið í samvinnu við Færeyinginn Grækaris Djurhuus Magnussen. Hún ber titilinn Martröð í Mykinesi - Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, og á hún að koma út hér á landi í haust, að sögn Magnúsar Þórs. Færeyjar Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, þeirra á meðal einn Íslendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar. Kraftaverk þykir að ekki skyldi kvikna í vélinni eftir brotlendinguna og að 26 manns komust lífs af. Í þeim hópi voru fimm Íslendingar, flugmaðurinn Páll Stefánsson, flugfreyjurnar Hrafnhildur Ólafsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, og tveir íslenskir farþegar, Agnar Samúelsson og Oddgeir Jensson. Forsíða dagblaðsins Vísis um flugslysið árið 1970. Flugslysið varð að morgni laugardagsins 26. september kl. 10.56. Flugvélin hafði daginn áður, 25. september, lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja en hætt við lendingu í Vogum vegna þoku eftir 45 mínútna biðflug. Sneri vélin þá til varaflugvallar í Bergen í Noregi þar sem dvalið var yfir nótt. Færeyjafluginu frá Reykjavík hafði dagana á undan, 23. og 24. september, verið aflýst vegna veðurs. Að morgni laugardagsins bentu veðurupplýsingar til að góðar líkur væru á að hægt yrði að lenda í Færeyjum og hélt vélin í loftið frá Bergen kl. 8.22. Þegar vélin nálgaðist áfangastað um kl. 10.20 var enn gott skyggni í Vogum og hóf flugstjórinn aðflug en hætti við lendingu í 3.000 fetum þegar skúraský gengu yfir og byrgðu sýn. Fór vélin í biðflug yfir Mykinesi næstu 25 mínútur. Klukkan 10.48 tilkynnti flugvöllurinn í Vogum að skyggni til norðvesturs í átt að Mykinesi væri orðið 8 kílómetrar og ákvað flugstjórinn þá að hefja nýtt aðflug. Síðasta tilkynning frá flugmönnunum barst klukkan 10.55 og sögðust þeir þá vera að koma yfir Mykines í aðflugi. Skömmu síðar brotlenti vélin á fjallinu Knúki, hæstu bungu Mykiness. Slyssaðurinn var í 452 metra hæð, eða um 1.480 fetum, en fjallið er 560 metra hátt. Í skýrslu flugslysanefndar var talið líklegt að veðurratsjá flugvélarinnar hafi truflað radíóvitann á Mykinesi, sem hafi leitt til þess að flugmennirnir hafi fengið falskar upplýsingar um staðsetningu sína. Þeir hafi því byrjað að lækka flugið áður en þeir komu að radíóvitanum en ekki yfir honum, eins og átti að gera. Færeyska Kringvarpið vinnur að gerð heimildarmyndar um slysið, sem áformað er að sýna síðar í haust. Það minntist atburðarins í þættinum Dagur og vika í gær þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarflugmanninn Pál Stefánsson. Þessa níu mínútna umfjöllun má sjá hér: Magnús Þór Hafsteinsson vinnur að ritun bókar um slysið í samvinnu við Færeyinginn Grækaris Djurhuus Magnussen. Hún ber titilinn Martröð í Mykinesi - Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, og á hún að koma út hér á landi í haust, að sögn Magnúsar Þórs.
Færeyjar Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira