Lífið

Sjáðu Pál Óskar syngja sína útgáfu af laginu Í kvöld er gigg

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Beinteinsdóttir voru gestir Ingó Veðurguðs í öðrum þætti af Í kvöld er gigg.
Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Beinteinsdóttir voru gestir Ingó Veðurguðs í öðrum þætti af Í kvöld er gigg. Skjáskot

„Ég er svo spenntur, ég er bara svo of-peppaður og í engu ástandi til að stýra þessum þætti," sagði Ingó Veðurguð í byrjun þáttarins Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 

Það er óhætt að segja að annar þátturinn af Í kvöld er gigg hafi verið stjörnum prýddur en gestir Ingó að þessu sinni voru engin önnur en þau Páll Óskar og Sigga Beinteins.   

Ingó fékk Palla og Siggu til að syngja með sér sín uppáhalds dægurlög og sungu þau meðal annars lög hvors annars ásamt öðrum slögurum. 

Mikil stemmning hafi var í salnum og hrifu gestirnir áhorfendur með sér með einlægri og líflegri framkomu.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá Pál Óskar flytja sína útgáfu af lagi Ingós, Í kvöld er gigg. 

Klippa: Í kvöld er gigg - Páll Óskar syngur sína útgáfu af lagi Ingó Veðurguðs, Í kvöld er gigg

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Spotify lagalista hér fyrir neðan með öllum þeim lögum sem flutt voru í þættinum. 

Mikil stemmning var í öðrum þætti af Í kvöld er gigg og léku gestir þáttarins á alls oddi. Þættirnir verða samtals sex talsins og eru sýndir á Stöð 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55.Aðsend mynd

Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.