Sóttvarnalög verði endurskoðuð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 15:03 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. Hópurinn er þegar tekinn til starfa. Tekin verða til skoðunar og skýrð nánar ákvæði núgildandi laga um opinberar sóttvarnaráðstafanir og valdheimildir stjórnvalda þar að lútandi. Við endurskoðunina verður horft til reynslu síðustu mánaða af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Dr. Páll Hreinsson hefur að beiðni forsætisráðherra unnið álitsgerð um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarna samkvæmt sóttvarnalögum og verður hún meðal annars lögð til grundvallar við vinnu starfshópsins. Á meðal þess sem fram kemur í álitsgerð Páls er að þeim mun smitnæmari og hættulegri sem smitsjúkdómur er, því víðara svigrúm hafi stjórnvöld til að bregðast við til verndar lífi og heilsu manna. Ýmsar sóttvarnaráðstafanir takmarki óhjákvæmilega mannréttindi sem varin eru af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Hið sama gildi um réttindi einstaklinga og fyrirtækja samkvæmt EES-samningnum. Formaður starfshóps heilbrigðisráðherra er Sigurður Kári Árnason. Aðrir fulltrúar eru Dagrún Hálfdánardóttir, tilnefnd af embætti landlæknis, Inga Þórey Óskarsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneytinu, Haraldur Briem, tilnefndur af sóttvarnalækni, Ólafur Baldursson, tilnefndur af Landspítala, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Víðir Reynisson, tilnefndur af embætti ríkislögreglustjóra. Starfsmaður hópsins er Rögnvaldur G. Gunnarsson. Starfshópurinn skal skila ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. desember næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. Hópurinn er þegar tekinn til starfa. Tekin verða til skoðunar og skýrð nánar ákvæði núgildandi laga um opinberar sóttvarnaráðstafanir og valdheimildir stjórnvalda þar að lútandi. Við endurskoðunina verður horft til reynslu síðustu mánaða af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Dr. Páll Hreinsson hefur að beiðni forsætisráðherra unnið álitsgerð um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarna samkvæmt sóttvarnalögum og verður hún meðal annars lögð til grundvallar við vinnu starfshópsins. Á meðal þess sem fram kemur í álitsgerð Páls er að þeim mun smitnæmari og hættulegri sem smitsjúkdómur er, því víðara svigrúm hafi stjórnvöld til að bregðast við til verndar lífi og heilsu manna. Ýmsar sóttvarnaráðstafanir takmarki óhjákvæmilega mannréttindi sem varin eru af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Hið sama gildi um réttindi einstaklinga og fyrirtækja samkvæmt EES-samningnum. Formaður starfshóps heilbrigðisráðherra er Sigurður Kári Árnason. Aðrir fulltrúar eru Dagrún Hálfdánardóttir, tilnefnd af embætti landlæknis, Inga Þórey Óskarsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneytinu, Haraldur Briem, tilnefndur af sóttvarnalækni, Ólafur Baldursson, tilnefndur af Landspítala, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Víðir Reynisson, tilnefndur af embætti ríkislögreglustjóra. Starfsmaður hópsins er Rögnvaldur G. Gunnarsson. Starfshópurinn skal skila ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. desember næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent