Smituðum fjölgar á Landspítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 09:47 Landspítalinn Fossvogi. Einangrun og sóttkví starfsmanna í skurðlækningaþjónustu hefur mikil áhrif á spítalann. Vísir/Vilhelm Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Margir þeirra sem eru smitaðir og í sóttkví eru starfsmenn skurðlækningaþjónustu, sem gerir það að verkum að fresta hefur þurft aðgerðum og afköst eru minni en ella. „Þetta hefur leitt af sér að við þurfum að loka annars vegar einni dagdeild og hins vegar einni legudeild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Fella hefur þurft niður um fimmtíu aðgerðir í vikunni. „Hins vegar liggur fyrir að við verðum ekki á fullum afköstum í þessari viku vegna þess að aðgerðir sem við hefðum getað gert voru ekki einu sinni lagðar upp. Afköstin verða minni en við ætluðum. Við höldum samt úti öllum mikilvægum aðgerðum sem mega ekki bíða.“ Anna var ekki með nákvæman fjölda smitaðra starfsmanna á hreinu þegar Vísir náði tali af henni á tíunda tímanum en segir að þeir séu nú á milli þrjátíu og fjörutíu. Þrjátíu starfsmenn voru með veiruna í gær og yfir 170 í sóttkví. „Þetta eru í raun þrír hópar sem eru í þessum þrjátíu fjörutíu manna hópi. Það eru í fyrsta lagi tólf eða svo úr skrifstofum í Skaftahlíð, síðan er einhver svipaður fjöldi iðnaðarmanna og restin er í skurðlækningaþjónustunni,“ segir Anna. „Það hefur mikil áhrif, einangrun og sóttkví starfsfólks í klínískri þjónustu. Þannig að við erum að skoða möguleikann á því hvort það sé fólk í bakvarðarsveitinni sem geti komið og hjálpað okkur svo hægt sé að koma starfseminni aftur af stað. Því þessi lokun er í að minnsta kosti viku og það er mjög óheppilegt.“ Uppfært klukkan 12:30: 35 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með kórónuveiruna, þar af fimmtán klínískir starfsmenn. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49 33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Margir þeirra sem eru smitaðir og í sóttkví eru starfsmenn skurðlækningaþjónustu, sem gerir það að verkum að fresta hefur þurft aðgerðum og afköst eru minni en ella. „Þetta hefur leitt af sér að við þurfum að loka annars vegar einni dagdeild og hins vegar einni legudeild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Fella hefur þurft niður um fimmtíu aðgerðir í vikunni. „Hins vegar liggur fyrir að við verðum ekki á fullum afköstum í þessari viku vegna þess að aðgerðir sem við hefðum getað gert voru ekki einu sinni lagðar upp. Afköstin verða minni en við ætluðum. Við höldum samt úti öllum mikilvægum aðgerðum sem mega ekki bíða.“ Anna var ekki með nákvæman fjölda smitaðra starfsmanna á hreinu þegar Vísir náði tali af henni á tíunda tímanum en segir að þeir séu nú á milli þrjátíu og fjörutíu. Þrjátíu starfsmenn voru með veiruna í gær og yfir 170 í sóttkví. „Þetta eru í raun þrír hópar sem eru í þessum þrjátíu fjörutíu manna hópi. Það eru í fyrsta lagi tólf eða svo úr skrifstofum í Skaftahlíð, síðan er einhver svipaður fjöldi iðnaðarmanna og restin er í skurðlækningaþjónustunni,“ segir Anna. „Það hefur mikil áhrif, einangrun og sóttkví starfsfólks í klínískri þjónustu. Þannig að við erum að skoða möguleikann á því hvort það sé fólk í bakvarðarsveitinni sem geti komið og hjálpað okkur svo hægt sé að koma starfseminni aftur af stað. Því þessi lokun er í að minnsta kosti viku og það er mjög óheppilegt.“ Uppfært klukkan 12:30: 35 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með kórónuveiruna, þar af fimmtán klínískir starfsmenn.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49 33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27
Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49
33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05