Eftirlifandi sprengjuárásarinnar í Brussel fær ekki alþjóðlega vernd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2020 23:29 Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að íslenska ríkinu bæri ekki að veita manninum alþjóðlega vernd hér á landi. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum manns sem kært hafði niðurstöðu stjórnvalda um þriðju umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Í öllum þremur umsóknum komust stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til efnismeðferðar heldur skyldi vísa honum úr landinu og endursenda til Belgíu þar sem hann hafði þegar lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudaginn var en fram kemur í dómsúrskurðinum að maðurinn hafi lýst því að honum hafi upphaflega verið hent út af heimili foreldra sinna þegar hann var barn og hafi eftir það búið á götum Indlands. Hryðjuverkaárásin á flugvöllinn í Brussel fletti ofan af kynhneigð mannsins Hann hafi árið 2014 yfirgefið heimaland sitt og dvalist meðal annars í Belgíu, Króatíu og Póllandi síðan þá. Þegar maðurinn bjó í Belgíu stundaði hann þar verkfræðinám í kaþólskum skóla. Hann hafi hins vegar orðið fyrir sprengjuárás hryðjuverkamanna á flugvellinum í Brussel þann 22. mars 2016 þegar hann var á leið til Svíþjóðar með kærastanum sínum. Hann lýsir því að hann hafi slasast illa, misst tennur og hlotið innvortis meiðsli en atvikið hafi flett ofan af sambandi hans og kærasta hans og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir ofsóknum, niðurlægingu og áreiti af hálfu fjölskyldu kærasta síns. Þegar upp hafi komist um kynhneigð hans hafi hann einnig orðið fyrir áreiti á stúdentagörðunum þar sem hann bjó og hafi þetta haft gríðarleg áhrif á hann andlega og hann hefi síðan verið greindur með áfallastreituröskun. Maðurinn kom fyrst hingað til lands haustið 2017 og vann hann sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn og lauk námskeiði í íslensku hjá Dósaverksmiðjunni. Hann var svo endursendur til Belgíu í september 2018 en hann segist hafa verið skilinn eftir á flugvellinum án farmiðans og því ekki getað sótt farangur sinn. Hann hafi neyðst til að gista í almenningsgarði í Brussel þar sem honum hafi verið nauðgað. Það sé annað meiriháttar áfallið sem hann hafi orðið fyrir í Belgíu. Hefur sótt þrisvar um alþjóðlega vernd hér á landi Hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd á Íslandi þann 12. september 2017 en þann 8. desember sama ár komst Útlendingastofnun að þeirri niðurstöðu að umsókn hans yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar og hann skyldi endursendur til Belgíu. Þann 10. apríl 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála niðurstöðu Útlendingastofnunar og var maðurinn fluttur til Belgíu þann 4. september 2018. Maðurinn sótti aftur um alþjóðlega vernd hér á landi þann 13. september 2018 og tók Útlendingastofnun ákvörðun þann 5. nóvember um að umsókn hans um alþjóðlega vernd yrði ekki tekin til efnismeðferðar. 12. desember 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun og var hann fluttur til Belgíu þann 14. febrúar 2019. Maðurinn lagði fram þriðju umsóknina um alþjóðlega vernd hér á landi þann 18. febrúar 2019 og er það meðferð stjórnvalda á þeirri umsókn sem dómur héraðsdóms fjallar um. Við nánari athugun kom í ljós að fingraför mannsins voru í gagnagrunni Eurodac og höfðu verið skráð í grunninn af yfirvöldum í Belgíu. Íslensk yfirvöld sendu þann 4. mars sama ár beiðni um viðtöku mannsins og umsóknar hans um alþjóðlega vernd beint til yfirvalda í Belgíu. Belgísk yfirvöld samþykktu níu dögum síðar að taka við manninum á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum manns sem kært hafði niðurstöðu stjórnvalda um þriðju umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Í öllum þremur umsóknum komust stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til efnismeðferðar heldur skyldi vísa honum úr landinu og endursenda til Belgíu þar sem hann hafði þegar lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudaginn var en fram kemur í dómsúrskurðinum að maðurinn hafi lýst því að honum hafi upphaflega verið hent út af heimili foreldra sinna þegar hann var barn og hafi eftir það búið á götum Indlands. Hryðjuverkaárásin á flugvöllinn í Brussel fletti ofan af kynhneigð mannsins Hann hafi árið 2014 yfirgefið heimaland sitt og dvalist meðal annars í Belgíu, Króatíu og Póllandi síðan þá. Þegar maðurinn bjó í Belgíu stundaði hann þar verkfræðinám í kaþólskum skóla. Hann hafi hins vegar orðið fyrir sprengjuárás hryðjuverkamanna á flugvellinum í Brussel þann 22. mars 2016 þegar hann var á leið til Svíþjóðar með kærastanum sínum. Hann lýsir því að hann hafi slasast illa, misst tennur og hlotið innvortis meiðsli en atvikið hafi flett ofan af sambandi hans og kærasta hans og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir ofsóknum, niðurlægingu og áreiti af hálfu fjölskyldu kærasta síns. Þegar upp hafi komist um kynhneigð hans hafi hann einnig orðið fyrir áreiti á stúdentagörðunum þar sem hann bjó og hafi þetta haft gríðarleg áhrif á hann andlega og hann hefi síðan verið greindur með áfallastreituröskun. Maðurinn kom fyrst hingað til lands haustið 2017 og vann hann sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn og lauk námskeiði í íslensku hjá Dósaverksmiðjunni. Hann var svo endursendur til Belgíu í september 2018 en hann segist hafa verið skilinn eftir á flugvellinum án farmiðans og því ekki getað sótt farangur sinn. Hann hafi neyðst til að gista í almenningsgarði í Brussel þar sem honum hafi verið nauðgað. Það sé annað meiriháttar áfallið sem hann hafi orðið fyrir í Belgíu. Hefur sótt þrisvar um alþjóðlega vernd hér á landi Hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd á Íslandi þann 12. september 2017 en þann 8. desember sama ár komst Útlendingastofnun að þeirri niðurstöðu að umsókn hans yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar og hann skyldi endursendur til Belgíu. Þann 10. apríl 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála niðurstöðu Útlendingastofnunar og var maðurinn fluttur til Belgíu þann 4. september 2018. Maðurinn sótti aftur um alþjóðlega vernd hér á landi þann 13. september 2018 og tók Útlendingastofnun ákvörðun þann 5. nóvember um að umsókn hans um alþjóðlega vernd yrði ekki tekin til efnismeðferðar. 12. desember 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun og var hann fluttur til Belgíu þann 14. febrúar 2019. Maðurinn lagði fram þriðju umsóknina um alþjóðlega vernd hér á landi þann 18. febrúar 2019 og er það meðferð stjórnvalda á þeirri umsókn sem dómur héraðsdóms fjallar um. Við nánari athugun kom í ljós að fingraför mannsins voru í gagnagrunni Eurodac og höfðu verið skráð í grunninn af yfirvöldum í Belgíu. Íslensk yfirvöld sendu þann 4. mars sama ár beiðni um viðtöku mannsins og umsóknar hans um alþjóðlega vernd beint til yfirvalda í Belgíu. Belgísk yfirvöld samþykktu níu dögum síðar að taka við manninum á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira