Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2020 13:00 Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar Vísir/Arnar Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. Fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata væru brostnar. Samtök atvinnulífsins hafa einnig gefið út að vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum séu ekki forsendur fyrir boðuðum launahækkunum í lífskjarasamningi. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir gríðarlega mikilvægt að lífskjarasamningurinn standi. „Ég er ekki sáttur við ummæli fjármálaráðherra í fréttum ykkar í gær. Fyrir þessa ríkisstjórn er afar mikilvægt að það verði haldið í þennan lífskjarasamning og ríkisstjórnin standi við þau loforð sem gefin voru þegar samningurinn var undirritaður. Þá létu forystumenn ríkisstjórnarinnar mynda sig alls staðar og voru alls staðar í fjölmiðlum og sögðu hvað þetta væri flottur samningur, hann væri til framtíðar. Stjórnvöld verða að standa við sitt. Ef Samtök atvinnulífsins meta það svo að lífskjarasamningurinn sé brostinn og segja honum upp þá kemur það verst út fyrir íslenskt atvinnulíf og ef það verður gert erum við fyrst að sjá alvarleg átök á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Aðalsteinn. Hann segir vissulega að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklum áföllum en það gildi ekki um allan vinnumarkaðinn. „Ég geri ekkert lítið úr því að einhver fyrirtæki hafi ekki efni á launahækkunum en sjávarútvegurinn, matvælageirinn og ýmsar þjónustugeirann þar eru menn enn ekkert að kvarta.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er á sama máli. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Arnar „Við vitum að mörg fyrirtæki standa illa. Sum standa svo illa að þau hafa hætt starfsemi svo það eru engir starfsmenn til að hækka laun við. Svo eru það sum fyrirtæki sem græða minna en áður og önnur fyrirtæki sem standa mjög vel. En við vitum það t.d. að í verslun hef orðið metvelta og fyrirtæki standa almennt vel undir þessum hækkunum. Ég hafna þessum málflutningi að fyrirtækin geti ekki ráðið við þessar launahækkanir,“ segir Ragnar. Forsendunefnd lífskjarasamningana á fund í dag um hvort forsendur þeirra séu brostnar eður ei en nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir mánaðarmót. Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58 „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. Fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata væru brostnar. Samtök atvinnulífsins hafa einnig gefið út að vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum séu ekki forsendur fyrir boðuðum launahækkunum í lífskjarasamningi. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir gríðarlega mikilvægt að lífskjarasamningurinn standi. „Ég er ekki sáttur við ummæli fjármálaráðherra í fréttum ykkar í gær. Fyrir þessa ríkisstjórn er afar mikilvægt að það verði haldið í þennan lífskjarasamning og ríkisstjórnin standi við þau loforð sem gefin voru þegar samningurinn var undirritaður. Þá létu forystumenn ríkisstjórnarinnar mynda sig alls staðar og voru alls staðar í fjölmiðlum og sögðu hvað þetta væri flottur samningur, hann væri til framtíðar. Stjórnvöld verða að standa við sitt. Ef Samtök atvinnulífsins meta það svo að lífskjarasamningurinn sé brostinn og segja honum upp þá kemur það verst út fyrir íslenskt atvinnulíf og ef það verður gert erum við fyrst að sjá alvarleg átök á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Aðalsteinn. Hann segir vissulega að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklum áföllum en það gildi ekki um allan vinnumarkaðinn. „Ég geri ekkert lítið úr því að einhver fyrirtæki hafi ekki efni á launahækkunum en sjávarútvegurinn, matvælageirinn og ýmsar þjónustugeirann þar eru menn enn ekkert að kvarta.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er á sama máli. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Arnar „Við vitum að mörg fyrirtæki standa illa. Sum standa svo illa að þau hafa hætt starfsemi svo það eru engir starfsmenn til að hækka laun við. Svo eru það sum fyrirtæki sem græða minna en áður og önnur fyrirtæki sem standa mjög vel. En við vitum það t.d. að í verslun hef orðið metvelta og fyrirtæki standa almennt vel undir þessum hækkunum. Ég hafna þessum málflutningi að fyrirtækin geti ekki ráðið við þessar launahækkanir,“ segir Ragnar. Forsendunefnd lífskjarasamningana á fund í dag um hvort forsendur þeirra séu brostnar eður ei en nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir mánaðarmót.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58 „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58
„Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00