Sport

Komið íþróttafólkinu fyrir á öruggum stað og byrjið

Sindri Sverrisson skrifar
Travis vonast til þess að Giannis Antetokounmpo og félagar í NBA-deildinni verði komnir á ferðina í júní.
Travis vonast til þess að Giannis Antetokounmpo og félagar í NBA-deildinni verði komnir á ferðina í júní. VÍSIR/EPA

Clay Travis, íþróttafréttamaður í Bandaríkjunum, vill eins og fleiri ólmur að farið verði að keppa í íþróttum sem fyrst aftur í landinu. Hann ræddi málin í Sportinu í dag.

Travis segist búast við því að keppni í NBA-deildinni í körfubolta, PGA-mótaröðinni í golfi og flestum öðrum íþróttum muni hefjast að nýju í júní, og segir að kórónuveirufaraldurinn sé í rénum. Hann hefur þó fengið gagnrýni fyrir að vera einum of bjartsýnn.

Ein hugmynd sem reifuð hefur verið er að NBA-deildin verði kláruð í Disney World og Travis segir það vel raunhæft:

„Ég vil fá allar íþróttir aftur. Ég er með útvarpsþátt alla morgna og við erum að reyna að finna út úr því hvernig við getum fengið íþróttirnar aftur. Eitt af því sem virðist skynsamlegt er að þetta íþróttafólk sem er á hæsta stigi sé inni í einhvers konar loftbólu – einhvers staðar þar sem það getur ekki smitast. Ég stakk upp á Las Vegas sem staðsetningu en það er líka samband á milli Disney og NBA-deildarinnar svo það mætti klára mótið þar, en aðalatriðið er að klára mótið og það þarf að gera áætlanir um það núna,“ sagði Travis við Kjartan Atla Kjartansson.

Travis telur að NBA muni klára sitt tímabil og muni hugsanlega gera breytingar á úrslitakeppninni, en hann reikni þó með því að úrslitakeppnin verði með hefðbundnum hætti og 16 lið taki þar þátt. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan.

Klippa: Sportið í dag - Clay Travis um stöðuna í Bandaríkjunum

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×