Möguleiki að NBA hætti við yfirstandandi leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 19:00 LeBron James og liðsfélagar hans í Los Angeles Lakers stefndu á titilinn. Nú er óvíst hvort þeir fái tækifæri til þess. Vísir/EPA Upprunalega var NBA-deildin sett í 30 daga pásu um miðjan mars. Nú er ljóst að sá tímarammi gengur engan veginn upp og fresta þarf deildinni ótímabundið. Ástandið í Bandaríkjunum vegna COVID-19 versnar dag frá degi og alls óvíst hvenær íþróttaviðburðir þar í landi geti farið aftur af stað. Nú er möguleiki á því að forráðamenn NBA-deildarinnar taki einfaldlega þá ákvörðun að aflýsa yfirstandandi leiktíð. Þetta segir Brian Windhorst á ESPN en CBS Sports greindi frá. „Leikmannasamtökin og forráðamenn deildarinnar hafa verið í viðræðum undanfarna viku. Ég hef talað við báða aðila og það er ljóst að forráðamenn deildarinnar eru að skoða það að hætta við yfirstandandi leiktíð. Svo lengi sem það næst samkomulag sem gerir þeim það kleift,“ segir Windhorst. Hann segir að það sé ekki mikil bjartsýni innan NBA-samfélagsins. „Þeir þurfa ekki að hætta við leiktíðina sem stendur en þeir vilja halda möguleikanum opnum þar sem óvíst er hvenær hægt er að hefja leik að nýju. Sem stendur er mikil svartsýni varðandi það hvort deildin geti farið aftur af stað á tilsettum tíma. Nú snýst umræðan aðallega um það hvernig deildin sjálf, liðin og leikmenn komi fjárhagslega út úr þeim aðstæðum fari svo að hætt verði við leiktíðina.“ Forráðamenn deildarinnar hafa mestar áhyggjur af því að bíða of lengi og þar með muni ákvörðun þeirra einnig hafa áhrif á næstu leiktíð. Möguleiki er á því að næsta leiktíð, 2020-2021, hefjist ekki fyrr en um jólin. Deildin hefur áður skoðað þann möguleika og nú gæti verið að kórónufaraldurinn taki í raun þá ákvörðun fyrir forráðamenn deildarinnar. Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Upprunalega var NBA-deildin sett í 30 daga pásu um miðjan mars. Nú er ljóst að sá tímarammi gengur engan veginn upp og fresta þarf deildinni ótímabundið. Ástandið í Bandaríkjunum vegna COVID-19 versnar dag frá degi og alls óvíst hvenær íþróttaviðburðir þar í landi geti farið aftur af stað. Nú er möguleiki á því að forráðamenn NBA-deildarinnar taki einfaldlega þá ákvörðun að aflýsa yfirstandandi leiktíð. Þetta segir Brian Windhorst á ESPN en CBS Sports greindi frá. „Leikmannasamtökin og forráðamenn deildarinnar hafa verið í viðræðum undanfarna viku. Ég hef talað við báða aðila og það er ljóst að forráðamenn deildarinnar eru að skoða það að hætta við yfirstandandi leiktíð. Svo lengi sem það næst samkomulag sem gerir þeim það kleift,“ segir Windhorst. Hann segir að það sé ekki mikil bjartsýni innan NBA-samfélagsins. „Þeir þurfa ekki að hætta við leiktíðina sem stendur en þeir vilja halda möguleikanum opnum þar sem óvíst er hvenær hægt er að hefja leik að nýju. Sem stendur er mikil svartsýni varðandi það hvort deildin geti farið aftur af stað á tilsettum tíma. Nú snýst umræðan aðallega um það hvernig deildin sjálf, liðin og leikmenn komi fjárhagslega út úr þeim aðstæðum fari svo að hætt verði við leiktíðina.“ Forráðamenn deildarinnar hafa mestar áhyggjur af því að bíða of lengi og þar með muni ákvörðun þeirra einnig hafa áhrif á næstu leiktíð. Möguleiki er á því að næsta leiktíð, 2020-2021, hefjist ekki fyrr en um jólin. Deildin hefur áður skoðað þann möguleika og nú gæti verið að kórónufaraldurinn taki í raun þá ákvörðun fyrir forráðamenn deildarinnar.
Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum