Lífið

Svona nýtir þú afgangana ef þú eldar of mikið af fiski

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Davíð Örn Hákonarson matreiðslumeistari sýnir leiðir til að nýta hráefnið betur og draga úr matarsóun.
Davíð Örn Hákonarson matreiðslumeistari sýnir leiðir til að nýta hráefnið betur og draga úr matarsóun. Stöð 2/Allt úr engu

Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson er einstaklega sniðugur þegar kemur að því að nýta hráefnið sem til er á heimilinu og spornað við matarsóun í framhaldinu. Í þáttunum Allt úr engu á Stöð 2 fjallar hann um allt sem tengist mat og heimsækir áhugavert fólk. Hann eldar með þessum einstaklingum frábærar máltíðir með því að nýta það sem er nú þegar til í ísskápnum og í eldhússkápum viðkomandi.

Eitt af ráðunum sem Davíð Örn gefur í þætti kvöldsins er varðandi það að nýta fisk daginn eftir, ef þú eldaðir of mikið af honum fyrir kvöldmatinn. Einfalt, bragðgott salat sem dregur auðvitað úr matarsóun heimilisins líka. 

Bleikjusalatið sem Davíð Örn Hákonarson sýnir í þáttunum Allt úr engu á Stöð 2.Stöð 2/Allt úr engu

Uppskrift og aðferð má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en í þætti kvöldsins heimsækir Davíð Örn leikkonuna Birnu Rún Eiríksdóttur.

Klippa: Allt úr engu - Bleikjusalat

Tengdar fréttir

„Þetta er allt í úlnliðnum“

Í þættinum Allt úr engu heimsótti Davíð Örn Hákonarson íþróttamann ársins 2019, kraftlyftingamanninn Júlían J. K. Jóhannsson. Júlían hefur fimm sinnum verið valinn Kraftlyftingakarl ársins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.