150 í viðbót í sóttkví og þeirra á meðal forstjórinn Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 21. september 2020 11:03 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra eru á meðal 150 starfsmanna Landspítalans sem eru komin í sóttkví. Til viðbótar eru 100 í úrvinnslusóttkví sem Páll reiknar með að fari fljótt fækkandi. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er meðal 150 starfsmanna spítalans sem eru í sóttkví. Fjórtán starfsmenn eru smitaðir af Covid-19 og spítalinn á hættustigi. „Ég er kominn í sóttkví frá því í gærkvöldi. Í rauninni telur hún frá föstudeginum síðasta. Ég fór í próf í gær sem var neikvæð. Það þarf að fylgja því eftir með öðru prófi seinna í vikunni, samkvæmt reglum.“ Um er að ræða fjórtán smit alls. Níu sem komu upp á skrifstofu Landspítalans en önnur dreifð hér og þar sem virðist ekki tengd. „Til að fylgja öllum reglum er fjöldi í sóttkví, alls 150 manns. Svo 100 í viðbót í úrvinnslusóttkví en við gerum ráð fyrir að verði létt af mörgum í dag.“ Forstjórinn segir smit og sóttkví þó ekki skerða þjónustu. „Margir geta unnið heima, sérstaklega fólk í skrifstofustörfum. Sem betur fer hefur ekki orðið klasasýking í tengslum við smit sem kom upp í skurðlækningaþjónustu. Þannig að við gátum skipulagt þar vaktir um helgina án þess að það truflaði þjónustu.“ Mjög mikilvægt sé að bregðast mjög hratt við. „Við settum spítalann á hættustig í gær vegna þess að við teljum að smit starfsmanna geti ógnað þjónustu spítalans. Við setjum upp algjöra grímuskyldu á spítalanum, fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu, halda fjarfundi og vinna heima þar sem tök eru á,“ segir Páll. „Spítalinn er á hættustigi og við erum að grípa til töluvert margra ráða til að tryggja að við höfum stjórn á þessum sýkingum og að ekki verði klasar,“ segir Páll. Hann nefnir sem dæmi að tekin hafi verið upp skömmtun á mat í matsölum í stað sjálfskömmtunar. Páll segist sjálfur við hestaheilsu, sinni vinnu að heiman í gegnum síma og fjarfundabúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er meðal 150 starfsmanna spítalans sem eru í sóttkví. Fjórtán starfsmenn eru smitaðir af Covid-19 og spítalinn á hættustigi. „Ég er kominn í sóttkví frá því í gærkvöldi. Í rauninni telur hún frá föstudeginum síðasta. Ég fór í próf í gær sem var neikvæð. Það þarf að fylgja því eftir með öðru prófi seinna í vikunni, samkvæmt reglum.“ Um er að ræða fjórtán smit alls. Níu sem komu upp á skrifstofu Landspítalans en önnur dreifð hér og þar sem virðist ekki tengd. „Til að fylgja öllum reglum er fjöldi í sóttkví, alls 150 manns. Svo 100 í viðbót í úrvinnslusóttkví en við gerum ráð fyrir að verði létt af mörgum í dag.“ Forstjórinn segir smit og sóttkví þó ekki skerða þjónustu. „Margir geta unnið heima, sérstaklega fólk í skrifstofustörfum. Sem betur fer hefur ekki orðið klasasýking í tengslum við smit sem kom upp í skurðlækningaþjónustu. Þannig að við gátum skipulagt þar vaktir um helgina án þess að það truflaði þjónustu.“ Mjög mikilvægt sé að bregðast mjög hratt við. „Við settum spítalann á hættustig í gær vegna þess að við teljum að smit starfsmanna geti ógnað þjónustu spítalans. Við setjum upp algjöra grímuskyldu á spítalanum, fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu, halda fjarfundi og vinna heima þar sem tök eru á,“ segir Páll. „Spítalinn er á hættustigi og við erum að grípa til töluvert margra ráða til að tryggja að við höfum stjórn á þessum sýkingum og að ekki verði klasar,“ segir Páll. Hann nefnir sem dæmi að tekin hafi verið upp skömmtun á mat í matsölum í stað sjálfskömmtunar. Páll segist sjálfur við hestaheilsu, sinni vinnu að heiman í gegnum síma og fjarfundabúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira