Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 11:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Af þeim þrettán sem greindust á þriðjudag var aðeins einn í sóttkví. Af þeim nítján sem greindust í gær voru tólf ekki í sóttkví. 24 af 32 smituðum síðustu daga hafa því verið utan sóttkvíar. Sjónir beindust að háskólasamfélaginu í gær því nemendur og starfsfólk háskólanna höfðu greinst með veiruna. Þórólfur segir í dag að ekki séu óyggjandi merki fyrir því, eins og staðan er núna, að þessi hópsýkingin sé innan skólanna heldur virðist hún vera að koma annars staðar frá. Vínveitingastaðir og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan 23 á kvöldin undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera að stóran hluta sé hægt að rekja til skemmtistaðar eða vínveitingastaðar í bænum sem við erum að skoða aðeins betur,“ segir Þórólfur og bætir við: „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Er þá verið að horfa til tímabilsins frá 11. september. Hann segir að nú sé að skoða að grípa til staðbundinna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu til að ná utan um þessa hópsýkingu. Aðgerðirnar verði eins lítið íþyngjandi og hægt er en þó markvissar. „Það er bara verið að skoða hvað af því muni skila sem bestum árangri,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Af þeim þrettán sem greindust á þriðjudag var aðeins einn í sóttkví. Af þeim nítján sem greindust í gær voru tólf ekki í sóttkví. 24 af 32 smituðum síðustu daga hafa því verið utan sóttkvíar. Sjónir beindust að háskólasamfélaginu í gær því nemendur og starfsfólk háskólanna höfðu greinst með veiruna. Þórólfur segir í dag að ekki séu óyggjandi merki fyrir því, eins og staðan er núna, að þessi hópsýkingin sé innan skólanna heldur virðist hún vera að koma annars staðar frá. Vínveitingastaðir og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan 23 á kvöldin undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera að stóran hluta sé hægt að rekja til skemmtistaðar eða vínveitingastaðar í bænum sem við erum að skoða aðeins betur,“ segir Þórólfur og bætir við: „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Er þá verið að horfa til tímabilsins frá 11. september. Hann segir að nú sé að skoða að grípa til staðbundinna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu til að ná utan um þessa hópsýkingu. Aðgerðirnar verði eins lítið íþyngjandi og hægt er en þó markvissar. „Það er bara verið að skoða hvað af því muni skila sem bestum árangri,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira