Lífið

Sigga Beinteins selur 270 fermetra einbýlishús í Kópavogi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga býr í fallegu húsi í Kópavogi.
Sigga býr í fallegu húsi í Kópavogi.

Söngkonan ástsæla Sigríður Beinteinsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grundarsmára í Kópavogi á sölu.

Sigga eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu Björnsdóttur fyrir tæplega tíu árum og hafa þær mæðgur búið í húsinu síðustu ár.

Húsið bar byggt árið 1994 og er það 268 fermetrar að stærð. Ásett verð er 125 milljónir en fasteignamat hússins rúmlega 107 milljónir.

Eignin er á tveimur hæðum og með glæsilegum garði og góðu útsýni.

Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi en hér að neðan má sjá myndir úr húsinu.

Einstaklega falleg eign.
Sérstaklega stór viðarpallur er við húsið.
Einnig má finna góðar svalir með ágætu útsýni.
Setustofan smekkleg hjá Siggu.
Ekki langt að fara í píanóið.
Fallegt og opið eldhús.
Eldhúsið, borðstofan og setustofa í einu opnu rými.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. 
Skemmtilegt hjónaherbergi en alls eru fimm svefnherbergi í húsinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×