Lífið

Cardi B og Offset skilja

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Offset og Cardi B giftust í september 2017.
Offset og Cardi B giftust í september 2017. Getty/ Gabriel Olsen

Tónlistarkonan Cardi B hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum rapparanum Offset. Skilnaðarmál þeirra Belcalis Marlenis Almanzar, þekkt sem Cardi B, og Kiari Kendrell Cephus, eða Offset, hefur verið skráð hjá Fulton sýslu í Georgíu í Bandaríkjunum. Sótt var um skilnaðinn í dag, 15. september, og mun parið mæta til málflutnings þann 4. nóvember næstkomandi.

Cardi B og Offset giftu sig á laun í september 2017. Þau eiga saman eina dóttur, hana Kulture Kiari Cephus sem fæddist í júlí 2018.

Parið hefur áður verið við það að skilja, en í desember 2018 tilkynnti Cardi B að samband þeirra Offset væri búið. „Ég mun ávallt elska þennan mann vegna þess að hann er faðir dóttur minnar,“ sagði Cardi á sínum tíma.

Stuttu síðar mætti Offset á tónleika hennar á Rolling Loud tónlistarhátíðinni, fór upp á svið og grátbað hana að byrja aftur með sér. „Taktu mig aftur, Cardi,“ bað tónlistarmaðurinn sem hélt á blómvendi. Parið sættist og þegar Cardi hlaut Grammy verðlaun fyrir bestu rapp plötuna 2019 fóru þau saman upp á sviðið til að taka við verðlaununum.


Tengdar fréttir

Cardi B svarar 73 spurningum

Söngkonan vinsæla Cardi B tók á dögunum þátt í reglulegum lið á YouTube-síðu tímaritsins Vogue.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.