„Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 15:43 Frá höfninni á Húsavík. Vísir/Vilhelm „Heldur betur,“ segir Guðmundur A. Hólmgeirsson, íbúi á Húsavík, aðspurður um það hvort hann hafi fundið jarðskjálftann sem reið yfir Húsavík og nágrenni skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Jarðskjálftinn mældist 4,6 að stærð en upptök hans voru töluvert nær landi en fyrri skjálftar í jarðskjálftahrinunni sem hófst á svæðinu í sumar. Upptökin voru inn í Skjálfandaflóa, 6,8 kílómetrum suðaustur af Flatey eða um tuttugu kílómetrum frá Húsavík. „Það bara lék allt á reiðiskjálfi,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur man tímanna tvenna en segist þó ekki muna eftir jafn hastarlegum skjálfta. „Ég bý hérna í timburhúsi, tveggja hæða. Við vorum úti á verönd og þá kemur þessi hrikalegi skjálfti. Þetta var mjög áþreifanlegt,“ segir hann. Guðmundur og fjölskylda hans eiga hús í Flatey og voru einmitt að koma þaðan fyrr í dag. Hann segist hafa verið út í eyju þegar fyrsti stóri jarðskjálftinn í hrinunni reið yfir fyrr í sumar, en að skjálftinn í dag hafi verið mun snarpari. „Þetta var miklu hastarlegra.“ Skjálftinn fannst vel á Akureyri og víðar. Til að mynda hringdi íbúi á Dalvík inn á fréttastofu sem sagðist hafa þurft að halda í sjónvarpið á heimili sínu svo það myndi ekki hrynja í gólfið. Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
„Heldur betur,“ segir Guðmundur A. Hólmgeirsson, íbúi á Húsavík, aðspurður um það hvort hann hafi fundið jarðskjálftann sem reið yfir Húsavík og nágrenni skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Jarðskjálftinn mældist 4,6 að stærð en upptök hans voru töluvert nær landi en fyrri skjálftar í jarðskjálftahrinunni sem hófst á svæðinu í sumar. Upptökin voru inn í Skjálfandaflóa, 6,8 kílómetrum suðaustur af Flatey eða um tuttugu kílómetrum frá Húsavík. „Það bara lék allt á reiðiskjálfi,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur man tímanna tvenna en segist þó ekki muna eftir jafn hastarlegum skjálfta. „Ég bý hérna í timburhúsi, tveggja hæða. Við vorum úti á verönd og þá kemur þessi hrikalegi skjálfti. Þetta var mjög áþreifanlegt,“ segir hann. Guðmundur og fjölskylda hans eiga hús í Flatey og voru einmitt að koma þaðan fyrr í dag. Hann segist hafa verið út í eyju þegar fyrsti stóri jarðskjálftinn í hrinunni reið yfir fyrr í sumar, en að skjálftinn í dag hafi verið mun snarpari. „Þetta var miklu hastarlegra.“ Skjálftinn fannst vel á Akureyri og víðar. Til að mynda hringdi íbúi á Dalvík inn á fréttastofu sem sagðist hafa þurft að halda í sjónvarpið á heimili sínu svo það myndi ekki hrynja í gólfið.
Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira