Þriðji starfsmaður HÍ smitaður Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 12:25 Frá Háskólasvæðinu. Vísir/Vilhelm Enn einn starfsmaður Háskóla Íslands hefur smitast af kórónuveirunni. Frá þessu greinir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, í pósti til nemenda og starfsmanna skólans. Greint var frá því í gær að starfsmaður aðalbyggingar annars vegar og starfsmaður veitingasölunnar Hámu hafi smitast af veirunni og er rektor sjálfur einn þeirra sem er í sóttkví vegna smitsins í aðalbyggingu. Til viðbótar við starfsmann aðalbyggingar og Hámu hefur starfsmaður í Setbergi - húsi kennslunnar nú smitast. Rektor segir að smitrakningarteymi almannavarna hafi farið rækilega yfir þessi tilvik og sett fólk í sóttkví eftir því sem þurfa þykir til að treysta öryggi allra, starfsfólks og nemenda. Allt starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hafi þannig verið sett í sóttkví og veitingastaðnum þar lokað tímabundið. Smitrakningateymi almannavarna meti áhættu viðskiptavina Hámu óverulega og þeir þurfa því ekki að fara í sóttkví. „Í ljósi stöðunnar er afar eðlilegt að margir séu uggandi og hvet ég ykkur kæru nemendur og samstarfsfólk til að nýta ykkur gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu sem við bjóðum. Eins og sakir standa er brýnt að ráðstefnur, málþing og fundir verði alfarið með rafrænum hætti. Verði ekki komist hjá því að hittast skal gæta ítrustu varkárni og helst að bera andlitsgrímur. Þá hvet ég nemendur og starfsfólk eindregið til að fresta eða fella niður allt samkomuhald á Háskólasvæðinu. Munum að sýna fyllstu ábyrgð hvert og eitt, hugum vandlega að smitvörnum og fylgjum reglum almannavarna til hins ítrasta. Verum heima ef minnstu einkenna verður vart. Í slíkum tilvikum skal leita til heilsugæslu og tilkynna um veikindi til næsta yfirmanns svo unnt sé að upplýsa nemendur og starfsfólk í viðkomandi byggingu,“ segir Jón Atli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smit staðfest í Hámu á Háskólatorgi Upp hefur komið staðfest kórónuveirusmit í Hámu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hefur verið sent í sóttkví og fer í sýnatöku. 14. september 2020 22:47 Rektor Háskóla Íslands í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Þrír eru í sóttkví og þar á meðal rektor Háskóla Íslands eftir að starfsmaður skólans smitaðist af kórónuveirunni. 14. september 2020 14:15 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Enn einn starfsmaður Háskóla Íslands hefur smitast af kórónuveirunni. Frá þessu greinir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, í pósti til nemenda og starfsmanna skólans. Greint var frá því í gær að starfsmaður aðalbyggingar annars vegar og starfsmaður veitingasölunnar Hámu hafi smitast af veirunni og er rektor sjálfur einn þeirra sem er í sóttkví vegna smitsins í aðalbyggingu. Til viðbótar við starfsmann aðalbyggingar og Hámu hefur starfsmaður í Setbergi - húsi kennslunnar nú smitast. Rektor segir að smitrakningarteymi almannavarna hafi farið rækilega yfir þessi tilvik og sett fólk í sóttkví eftir því sem þurfa þykir til að treysta öryggi allra, starfsfólks og nemenda. Allt starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hafi þannig verið sett í sóttkví og veitingastaðnum þar lokað tímabundið. Smitrakningateymi almannavarna meti áhættu viðskiptavina Hámu óverulega og þeir þurfa því ekki að fara í sóttkví. „Í ljósi stöðunnar er afar eðlilegt að margir séu uggandi og hvet ég ykkur kæru nemendur og samstarfsfólk til að nýta ykkur gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu sem við bjóðum. Eins og sakir standa er brýnt að ráðstefnur, málþing og fundir verði alfarið með rafrænum hætti. Verði ekki komist hjá því að hittast skal gæta ítrustu varkárni og helst að bera andlitsgrímur. Þá hvet ég nemendur og starfsfólk eindregið til að fresta eða fella niður allt samkomuhald á Háskólasvæðinu. Munum að sýna fyllstu ábyrgð hvert og eitt, hugum vandlega að smitvörnum og fylgjum reglum almannavarna til hins ítrasta. Verum heima ef minnstu einkenna verður vart. Í slíkum tilvikum skal leita til heilsugæslu og tilkynna um veikindi til næsta yfirmanns svo unnt sé að upplýsa nemendur og starfsfólk í viðkomandi byggingu,“ segir Jón Atli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smit staðfest í Hámu á Háskólatorgi Upp hefur komið staðfest kórónuveirusmit í Hámu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hefur verið sent í sóttkví og fer í sýnatöku. 14. september 2020 22:47 Rektor Háskóla Íslands í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Þrír eru í sóttkví og þar á meðal rektor Háskóla Íslands eftir að starfsmaður skólans smitaðist af kórónuveirunni. 14. september 2020 14:15 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Smit staðfest í Hámu á Háskólatorgi Upp hefur komið staðfest kórónuveirusmit í Hámu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hefur verið sent í sóttkví og fer í sýnatöku. 14. september 2020 22:47
Rektor Háskóla Íslands í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Þrír eru í sóttkví og þar á meðal rektor Háskóla Íslands eftir að starfsmaður skólans smitaðist af kórónuveirunni. 14. september 2020 14:15