Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 12:16 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. Um er að ræða sex manna fjölskyldu sem hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudag en í hádeginu í dag verður hún skimuð fyrir kórónuveirunni. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að forsætisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við fjölskylduna í gær. „Hún gerði það með þeim hætti að tala um það að þetta væri ómannúðlegt fyrir þessi börn og önnur börn í sömu stöðu. Orð þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en hún styðji fjölskylduna og vilji ekki að börnunum verði vísað úr landi. Það vekur von í brjósti fjölskyldunnar og okkar sem koma að málinu að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur skipti einhverju máli. Að það hafi einhverja merkingu þegar forsætisráðherra tjáir sig með þessum hætti sem fer fyrir þessari ríkisstjórn,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðatími fjölskyldunnar, sem hefur dvalið hér á landi í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. Forsætisráðherra sagðist sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjanda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Magnús segir fjölskylduna þjakaða af kvíða í þessu máli. „En á sama tíma þá auðvitað binda þau vonir við að það komi ekki til þessarar brottvísunar. Að sjálfsögðu gleðjast þau yfir því þegar forsætisráðherra stígur fram með þeim hætti sem hún gerði og tekur afstöðu með fjölskyldunni. Þau binda vonir við það að það skipti einhverju máli þegar forsætisráðherra beitir sér með þessum hætti,“ segir Magnús. Foreldrarnir óttast að verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. Um er að ræða sex manna fjölskyldu sem hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudag en í hádeginu í dag verður hún skimuð fyrir kórónuveirunni. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að forsætisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við fjölskylduna í gær. „Hún gerði það með þeim hætti að tala um það að þetta væri ómannúðlegt fyrir þessi börn og önnur börn í sömu stöðu. Orð þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en hún styðji fjölskylduna og vilji ekki að börnunum verði vísað úr landi. Það vekur von í brjósti fjölskyldunnar og okkar sem koma að málinu að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur skipti einhverju máli. Að það hafi einhverja merkingu þegar forsætisráðherra tjáir sig með þessum hætti sem fer fyrir þessari ríkisstjórn,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðatími fjölskyldunnar, sem hefur dvalið hér á landi í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. Forsætisráðherra sagðist sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjanda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Magnús segir fjölskylduna þjakaða af kvíða í þessu máli. „En á sama tíma þá auðvitað binda þau vonir við að það komi ekki til þessarar brottvísunar. Að sjálfsögðu gleðjast þau yfir því þegar forsætisráðherra stígur fram með þeim hætti sem hún gerði og tekur afstöðu með fjölskyldunni. Þau binda vonir við það að það skipti einhverju máli þegar forsætisráðherra beitir sér með þessum hætti,“ segir Magnús. Foreldrarnir óttast að verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði