Innlent

Einn fluttur á slysa­deild eftir líkams­á­rás

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk rúmlega hundrað mál á sitt borð í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk rúmlega hundrað mál á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglu bárust tilkynningar um þrjár líkamsárásir í nótt. Í öllum tilfellum voru árásarmenn handteknir, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fæst meiðslanna sem hlutust af árásunum voru alvarleg, að sögn lögreglu. Þó þurfti að flytja einn á slysadeild.

Fimm voru þá handtekin fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Lögregla fékk fjórar tilkynningar um þjófnað, tvær vegna búðarhnupls og tvær vegna innbrota.

Tíu tilkynningar bárust vegna hávaðasamra samkvæmisgesta og ónæðis frá ölvuðu fólki.

Alls voru rúmlega hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í nótt og átta voru vistaðir í fangageymslu á tímabilinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×