Bíó og sjónvarp

TikTok-stjarna leikur í endurgerð She‘s All That

Sylvía Hall skrifar
Addison Rae hefur slegið í gegn á TikTok.
Addison Rae hefur slegið í gegn á TikTok. Vísir/Getty

TikTok-stjarnan Addison Rae Easterling mun leika í endurgerð rómantísku gamanmyndarinnar She‘s All That. Myndin kom út árið 1999 og fóru þau Freddie Prinze Jr. og Rachael Leigh Cook með aðalhlutverk.

Addison hefur vægast sagt slegið í gegn á samfélagsmiðlinum þar sem hún er með rúmlega 60 milljónir fylgjenda. 

Kynjahlutverkum verður snúið við í myndinni, en upprunalega myndin fjallaði um vinsælan háskólaíþróttamann sem gerir veðmál við vini sína um að hann geti breytt „lúðanum“ í skólanum í lokaballsdrottningu.

„Draumar mínir eru að rætast!!! Ég er svo spennt að geta loksins deilt því með ykkur að ég er að fá tækifæri til þess að þreyta frumraun mína í leiklist í HE‘S ALL THAT,“ skrifar Addison Rae á Instagram.

„Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þessu ótrúlega teymi og öllum þeim sem koma að myndinni, og ég er svo þakklát öllum þeim sem gáfu mér þetta ótrúlega tækifæri.“

Margir kannast við upprunalegu bíómyndina sem sló í gegn á sínum tíma. Hér að neðan má sjá stiklu úr henni.

Tengd skjölAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.