Engar myndavélar á vegum lögreglunnar þar sem líkamsárásin átti sér stað Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 23:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Jóhann K Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Furðu hefur vakið að engin myndavél var í gangi þegar gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum í október á síðasta ári. Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir árás af hálfu fyrrverandi kærasta síns umrætt kvöld. Hún steig fram á samfélagsmiðlum í vikunni og lýsti hrottalegu ofbeldi sem hann beitti hana á meðan sambandi þeirra stóð. Rætt var við Kamillu og móður hennar í Kastljósi í gær, þar sem fram kom að tugir myndavéla voru á svæðinu en engin þeirra var virk það kvöldið. Að sögn Jóhanns Karls eru engar myndavélar á vegum lögreglunnar á svæðinu sem um ræðir. Reykjavíkurhöfn séu væntanlega með myndavélar á svæðinu sem og Harpa, en stundum sé það svo að myndavélar séu bilaðar eða þeim einfaldlega ekki sinnt. Lögreglan sé þó með 32 eftirlitsmyndavélar í miðbænum eins og staðan er núna. „Við erum búin að gera áætlun um að fjölga vélum og það verður tekið í ákveðnum skrefum, en eins og alltaf þá er það fjármagnið,“ sagði Jóhann Karl í Reykjavík síðdegis í dag. Endurskoðuðu kerfið eftir mál Birnu Brjánsdóttur Mikil umræða var um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur eftir mál Birnu Brjánsdóttur áið 2017. Að sögn Jóhanns Karls hefur myndavélum fjölgað síðan þá, en hefðu nýjar vélar verið á ákveðnum stöðum hefði það getað flýtt rannsókninni. Mikilvægri slíkra véla sé því óumdeilt. „Við þurfum að hafa mjög góðar vélar svo þær dugi okkur, en þessar vélar niðri í bæ hafa komið að miklum notum í gegnum tíðina,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan þurfi í hverri einustu viku að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum vegna mála sem koma upp. „Það líður varla sú helgi að við erum ekki að nota myndefni úr miðborginni til þess að leysa líkamsárásarmál og allskonar mál.“ Margar myndavélar á svæðinu eru á vegum fyrirtækja eða annarra. Það hafi þó ekki verið vandamál til þessa að fá myndefni úr slíkum myndavélum en þær séu þó ekki alltaf í lagi. „Tilgangurinn hlýtur að vera að ef myndavélar eru settar upp að þær nái þá myndefni ef eitthvað gerist. Þegar við höfum farið á stjá og beðið fólk um afrit af vélum þá höfum við fengið myndefni, en stundum eru þær bilaðar eða þeim hefur ekki verið sinnt og þær eru orðnar gamlar. Myndavél er ekki sama og myndavél þó hún sé þarna uppi.“ Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34 Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Furðu hefur vakið að engin myndavél var í gangi þegar gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum í október á síðasta ári. Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir árás af hálfu fyrrverandi kærasta síns umrætt kvöld. Hún steig fram á samfélagsmiðlum í vikunni og lýsti hrottalegu ofbeldi sem hann beitti hana á meðan sambandi þeirra stóð. Rætt var við Kamillu og móður hennar í Kastljósi í gær, þar sem fram kom að tugir myndavéla voru á svæðinu en engin þeirra var virk það kvöldið. Að sögn Jóhanns Karls eru engar myndavélar á vegum lögreglunnar á svæðinu sem um ræðir. Reykjavíkurhöfn séu væntanlega með myndavélar á svæðinu sem og Harpa, en stundum sé það svo að myndavélar séu bilaðar eða þeim einfaldlega ekki sinnt. Lögreglan sé þó með 32 eftirlitsmyndavélar í miðbænum eins og staðan er núna. „Við erum búin að gera áætlun um að fjölga vélum og það verður tekið í ákveðnum skrefum, en eins og alltaf þá er það fjármagnið,“ sagði Jóhann Karl í Reykjavík síðdegis í dag. Endurskoðuðu kerfið eftir mál Birnu Brjánsdóttur Mikil umræða var um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur eftir mál Birnu Brjánsdóttur áið 2017. Að sögn Jóhanns Karls hefur myndavélum fjölgað síðan þá, en hefðu nýjar vélar verið á ákveðnum stöðum hefði það getað flýtt rannsókninni. Mikilvægri slíkra véla sé því óumdeilt. „Við þurfum að hafa mjög góðar vélar svo þær dugi okkur, en þessar vélar niðri í bæ hafa komið að miklum notum í gegnum tíðina,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan þurfi í hverri einustu viku að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum vegna mála sem koma upp. „Það líður varla sú helgi að við erum ekki að nota myndefni úr miðborginni til þess að leysa líkamsárásarmál og allskonar mál.“ Margar myndavélar á svæðinu eru á vegum fyrirtækja eða annarra. Það hafi þó ekki verið vandamál til þessa að fá myndefni úr slíkum myndavélum en þær séu þó ekki alltaf í lagi. „Tilgangurinn hlýtur að vera að ef myndavélar eru settar upp að þær nái þá myndefni ef eitthvað gerist. Þegar við höfum farið á stjá og beðið fólk um afrit af vélum þá höfum við fengið myndefni, en stundum eru þær bilaðar eða þeim hefur ekki verið sinnt og þær eru orðnar gamlar. Myndavél er ekki sama og myndavél þó hún sé þarna uppi.“
Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34 Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40
Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52