Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Af ríflega hundrað börnum af erlendum uppruna sem dvalið hafa í Kvennaathvarfinu síðustu tvö ár hefur helmingur þeirra búið við líkamlegt ofbeldi á heimili sínu, flest þeirra alla sína ævi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við heilbrigðis- og forsætisráðherra um takmarkanir á landamærum og mun Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segja sína skoðun á málinu í beinni útsendingu. 

Þá verður rætt við skólastjóra barnanna frá Egyptalandi sem harmar ákvörðun stjórnvalda um að senda börnin úr landi.

Að auki verður rætt við menntamálaráðherra í fréttatímanum sem kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta.

Allt þetta og meira til á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×