Milljarðamæringurinn Mahomes magnaður í sigri meistaranna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 12:30 Patrick Mahomes stendur hér með öðrum leikmönnum Kansas City Chiefs fyrir leikinn. AP/Charlie Riedel Kansas City Chiefs hélt áfram þar sem frá var horfið í úrslitakeppninni í byrjun ársins þegar liðið vann sannfærandi sigur á Houston Texans, 34-20, í opnunarleik NFL-deildarinnar í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fékk risasamning í sumar og fær ekki alla þessa milljarða af ástæðulausu. Hann virtist hafa öll svörin á hreinu gegn Houston Texans vörninni í þessum leik og er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar í dag. Patrick Mahomes gaf þrjár snertimarkssendingar og stýrði sóknarleik Kansas City Chiefs liðsins af öryggi þrátt fyrir að gestirnir frá Texas hafi verið að reyna að rugla hann í ríminu með breyttum varnarleik. "We wanted to show that we're unified as a league and we're not going to let playing football distract us from what we're doing and making change in this world." @PatrickMahomes explains the Moment of Unity between the Chiefs and Texans before the game. pic.twitter.com/U2fhbMBrrE— Sunday Night Football (@SNFonNBC) September 11, 2020 Travis Kelce, Sammy Watkins og Tyreek Hill skoruðu allir snertimark í leiknum og nýliðinn Clyde Edwards-Helaire stimplaði sig inn með stórleik. Edwards-Helaire hljóp alls 138 jarda og skoraði eitt snertimark í sínum fyrsta NFL-leik. Sautján þúsund áhorfendur fengu að mæta á leikinn sem setti vissulega sinn svip á hann. Þeir voru kannski á víð og dreif um stúkuna en létu heyra vel í sér. „Ég er mjög stoltur af leikmönnunum okkar en ég líka stoltur af stuðningsmönnunum okkar. Þeir mættu og þeir létu heyra í sér,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs. Deshaun Watson er líka búinn að fá nýjan milljarðasamning en féll enn á ný í skuggann af Patrick Mahomes. Watson átti eina snertimarkssendingu og skoraði líka sjálfur snertimark en fyrir utan fyrsta leikhlutann sem Houston Texans vann 7-0 þá var leikurinn í höndum Mahomes og félaga. Kansas City Chiefs vann níu síðustu leiki sína á síðasta tímabili og það var ekkert í þessum leik sem bendir til þess að sú sigurganga sér að fara að enda á næstunni. watch on YouTube NFL Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Kansas City Chiefs hélt áfram þar sem frá var horfið í úrslitakeppninni í byrjun ársins þegar liðið vann sannfærandi sigur á Houston Texans, 34-20, í opnunarleik NFL-deildarinnar í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fékk risasamning í sumar og fær ekki alla þessa milljarða af ástæðulausu. Hann virtist hafa öll svörin á hreinu gegn Houston Texans vörninni í þessum leik og er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar í dag. Patrick Mahomes gaf þrjár snertimarkssendingar og stýrði sóknarleik Kansas City Chiefs liðsins af öryggi þrátt fyrir að gestirnir frá Texas hafi verið að reyna að rugla hann í ríminu með breyttum varnarleik. "We wanted to show that we're unified as a league and we're not going to let playing football distract us from what we're doing and making change in this world." @PatrickMahomes explains the Moment of Unity between the Chiefs and Texans before the game. pic.twitter.com/U2fhbMBrrE— Sunday Night Football (@SNFonNBC) September 11, 2020 Travis Kelce, Sammy Watkins og Tyreek Hill skoruðu allir snertimark í leiknum og nýliðinn Clyde Edwards-Helaire stimplaði sig inn með stórleik. Edwards-Helaire hljóp alls 138 jarda og skoraði eitt snertimark í sínum fyrsta NFL-leik. Sautján þúsund áhorfendur fengu að mæta á leikinn sem setti vissulega sinn svip á hann. Þeir voru kannski á víð og dreif um stúkuna en létu heyra vel í sér. „Ég er mjög stoltur af leikmönnunum okkar en ég líka stoltur af stuðningsmönnunum okkar. Þeir mættu og þeir létu heyra í sér,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs. Deshaun Watson er líka búinn að fá nýjan milljarðasamning en féll enn á ný í skuggann af Patrick Mahomes. Watson átti eina snertimarkssendingu og skoraði líka sjálfur snertimark en fyrir utan fyrsta leikhlutann sem Houston Texans vann 7-0 þá var leikurinn í höndum Mahomes og félaga. Kansas City Chiefs vann níu síðustu leiki sína á síðasta tímabili og það var ekkert í þessum leik sem bendir til þess að sú sigurganga sér að fara að enda á næstunni. watch on YouTube
NFL Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira