Milljarðamæringurinn Mahomes magnaður í sigri meistaranna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 12:30 Patrick Mahomes stendur hér með öðrum leikmönnum Kansas City Chiefs fyrir leikinn. AP/Charlie Riedel Kansas City Chiefs hélt áfram þar sem frá var horfið í úrslitakeppninni í byrjun ársins þegar liðið vann sannfærandi sigur á Houston Texans, 34-20, í opnunarleik NFL-deildarinnar í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fékk risasamning í sumar og fær ekki alla þessa milljarða af ástæðulausu. Hann virtist hafa öll svörin á hreinu gegn Houston Texans vörninni í þessum leik og er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar í dag. Patrick Mahomes gaf þrjár snertimarkssendingar og stýrði sóknarleik Kansas City Chiefs liðsins af öryggi þrátt fyrir að gestirnir frá Texas hafi verið að reyna að rugla hann í ríminu með breyttum varnarleik. "We wanted to show that we're unified as a league and we're not going to let playing football distract us from what we're doing and making change in this world." @PatrickMahomes explains the Moment of Unity between the Chiefs and Texans before the game. pic.twitter.com/U2fhbMBrrE— Sunday Night Football (@SNFonNBC) September 11, 2020 Travis Kelce, Sammy Watkins og Tyreek Hill skoruðu allir snertimark í leiknum og nýliðinn Clyde Edwards-Helaire stimplaði sig inn með stórleik. Edwards-Helaire hljóp alls 138 jarda og skoraði eitt snertimark í sínum fyrsta NFL-leik. Sautján þúsund áhorfendur fengu að mæta á leikinn sem setti vissulega sinn svip á hann. Þeir voru kannski á víð og dreif um stúkuna en létu heyra vel í sér. „Ég er mjög stoltur af leikmönnunum okkar en ég líka stoltur af stuðningsmönnunum okkar. Þeir mættu og þeir létu heyra í sér,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs. Deshaun Watson er líka búinn að fá nýjan milljarðasamning en féll enn á ný í skuggann af Patrick Mahomes. Watson átti eina snertimarkssendingu og skoraði líka sjálfur snertimark en fyrir utan fyrsta leikhlutann sem Houston Texans vann 7-0 þá var leikurinn í höndum Mahomes og félaga. Kansas City Chiefs vann níu síðustu leiki sína á síðasta tímabili og það var ekkert í þessum leik sem bendir til þess að sú sigurganga sér að fara að enda á næstunni. watch on YouTube NFL Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Kansas City Chiefs hélt áfram þar sem frá var horfið í úrslitakeppninni í byrjun ársins þegar liðið vann sannfærandi sigur á Houston Texans, 34-20, í opnunarleik NFL-deildarinnar í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fékk risasamning í sumar og fær ekki alla þessa milljarða af ástæðulausu. Hann virtist hafa öll svörin á hreinu gegn Houston Texans vörninni í þessum leik og er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar í dag. Patrick Mahomes gaf þrjár snertimarkssendingar og stýrði sóknarleik Kansas City Chiefs liðsins af öryggi þrátt fyrir að gestirnir frá Texas hafi verið að reyna að rugla hann í ríminu með breyttum varnarleik. "We wanted to show that we're unified as a league and we're not going to let playing football distract us from what we're doing and making change in this world." @PatrickMahomes explains the Moment of Unity between the Chiefs and Texans before the game. pic.twitter.com/U2fhbMBrrE— Sunday Night Football (@SNFonNBC) September 11, 2020 Travis Kelce, Sammy Watkins og Tyreek Hill skoruðu allir snertimark í leiknum og nýliðinn Clyde Edwards-Helaire stimplaði sig inn með stórleik. Edwards-Helaire hljóp alls 138 jarda og skoraði eitt snertimark í sínum fyrsta NFL-leik. Sautján þúsund áhorfendur fengu að mæta á leikinn sem setti vissulega sinn svip á hann. Þeir voru kannski á víð og dreif um stúkuna en létu heyra vel í sér. „Ég er mjög stoltur af leikmönnunum okkar en ég líka stoltur af stuðningsmönnunum okkar. Þeir mættu og þeir létu heyra í sér,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs. Deshaun Watson er líka búinn að fá nýjan milljarðasamning en féll enn á ný í skuggann af Patrick Mahomes. Watson átti eina snertimarkssendingu og skoraði líka sjálfur snertimark en fyrir utan fyrsta leikhlutann sem Houston Texans vann 7-0 þá var leikurinn í höndum Mahomes og félaga. Kansas City Chiefs vann níu síðustu leiki sína á síðasta tímabili og það var ekkert í þessum leik sem bendir til þess að sú sigurganga sér að fara að enda á næstunni. watch on YouTube
NFL Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Sjá meira