Innlent

Ölvaður öku­maður olli um­ferðar­ó­happi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Óhappið varð í miðbæ Reykjavíkur.
Óhappið varð í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Ölvaður ökumaður olli umferðaróhappi í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð í sýnatöku og vistaður í fangageymslu, að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá voru fleiri ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Allir voru þeir handteknir og fluttir á lögreglustöð en látnir lausir að lokinni sýnatöku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×