Hátt í tuttugu íslenskar konur selja aðgang að myndum af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2020 19:10 Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. OnlyFans er markaðssett þannig að fólk geti aflað sér tekna fremur en svokallaðra læka, líkt og á öðrum miðlum á borð við Instagram, með efni sínu. Efnið á síðunni er margs konar, allt frá náttúrulífsmyndum og tónlist yfir í klám. Og miðillinn er raunar í dag þekktastur fyrir klámfengið efni. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji þar kynferðislegar myndir og myndbönd en þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Yfirleitt reynsla af kynferðislegu ofbeldi „Við þekkjum ýmis dæmi um vefsíður þar sem notendur geta greitt fyrir að sjá kynferðislegar myndir af þeim sem eru að bjóða upp á það á síðunni. Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur vegna þess að þetta er enn ein birtingarmynd þess að það sé verið að selja aðgang að líkama kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Hún segir að talsvert margar konur og karlar leiti til Stígamóta árlega eftir að hafa verið í klámi eða vændisiðnaði. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar.“ Steinunn segir þróunina áhyggjuefni. Sigurjón Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. „Afleiðingar af vændi eða klámi eru í raun þær sömu og við þekkjum af kynferðisofbeldi. Það er skömm og sektarkennd. Það er kvíði, þunglyndi, löskuð sjálfsmynd og svo framvegis. En við sjáum oft ýktari útgáfur af því hjá þeim sem hafa verið í kynlífsiðnaðinum. Það fylgir því oft gríðarlega mikil skömm að hafa verið í þessum iðnaði. Fólk er oft að lifa tvöföldu lífi sem setur enn meira álag á fólk, þannig að afleiðingarnar eru oft langvarandi og andlega erfiðar.“ Mörkin verði smám saman óljósari Aðspurð hvort konur upplifi miðilinn sem verndað umhverfi, í ljósi þess að þær þurfa ekki að eiga nein líkamleg tengsl, nefnir hún rannsókn sem systursamtök Stígamóta í Svíþjóð gerðu með viðtölum við ungar konur á aldrinum 18-24 ára sem hafa verið á miðlum sem þessum. „Þessir miðlar kallast ekki einu sinni klám, þeir kallast glamour modelling og glamour blogging og sugar daddying og eitthvað fleira. Það sem þær lýsa er að þær héldu að þær væru að fara inn í öruggt umhverfi. En svo byrjar áreitið. Bæði frá þeim sem stjórna miðlunum og frá kúnnunum sem vilja meira og meira og meira. Og þó þær komi inn með skýr mörk að þá byrja mörkin smám saman að losna upp og verða óljósari vegna þess að það er rosalegt álag að þurfa að standa á móti til dæmis stórum fjársterkum aðila eða kúnnunum sem vilja meira,“ segir hún. Stemma þurfi stigu við þessari eftirspurn. „Hér á Íslandi erum við með löggjöf sem byggir á því að við viljum ekki að það sé verið að versla með líkama fólks. Það er í rauninni andi löggjafarinnar. Þess vegna höfum við á Íslandi bannað kaup á vændi þó að við leyfum sölu á vændi. Það sem ég myndi vilja sjá gert væri í þeim anda að við reynum að stemma stigu við eftirspurninni á því að kaupa kynferðislegar myndir af ungum konum. Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. OnlyFans er markaðssett þannig að fólk geti aflað sér tekna fremur en svokallaðra læka, líkt og á öðrum miðlum á borð við Instagram, með efni sínu. Efnið á síðunni er margs konar, allt frá náttúrulífsmyndum og tónlist yfir í klám. Og miðillinn er raunar í dag þekktastur fyrir klámfengið efni. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji þar kynferðislegar myndir og myndbönd en þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Yfirleitt reynsla af kynferðislegu ofbeldi „Við þekkjum ýmis dæmi um vefsíður þar sem notendur geta greitt fyrir að sjá kynferðislegar myndir af þeim sem eru að bjóða upp á það á síðunni. Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur vegna þess að þetta er enn ein birtingarmynd þess að það sé verið að selja aðgang að líkama kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Hún segir að talsvert margar konur og karlar leiti til Stígamóta árlega eftir að hafa verið í klámi eða vændisiðnaði. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar.“ Steinunn segir þróunina áhyggjuefni. Sigurjón Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. „Afleiðingar af vændi eða klámi eru í raun þær sömu og við þekkjum af kynferðisofbeldi. Það er skömm og sektarkennd. Það er kvíði, þunglyndi, löskuð sjálfsmynd og svo framvegis. En við sjáum oft ýktari útgáfur af því hjá þeim sem hafa verið í kynlífsiðnaðinum. Það fylgir því oft gríðarlega mikil skömm að hafa verið í þessum iðnaði. Fólk er oft að lifa tvöföldu lífi sem setur enn meira álag á fólk, þannig að afleiðingarnar eru oft langvarandi og andlega erfiðar.“ Mörkin verði smám saman óljósari Aðspurð hvort konur upplifi miðilinn sem verndað umhverfi, í ljósi þess að þær þurfa ekki að eiga nein líkamleg tengsl, nefnir hún rannsókn sem systursamtök Stígamóta í Svíþjóð gerðu með viðtölum við ungar konur á aldrinum 18-24 ára sem hafa verið á miðlum sem þessum. „Þessir miðlar kallast ekki einu sinni klám, þeir kallast glamour modelling og glamour blogging og sugar daddying og eitthvað fleira. Það sem þær lýsa er að þær héldu að þær væru að fara inn í öruggt umhverfi. En svo byrjar áreitið. Bæði frá þeim sem stjórna miðlunum og frá kúnnunum sem vilja meira og meira og meira. Og þó þær komi inn með skýr mörk að þá byrja mörkin smám saman að losna upp og verða óljósari vegna þess að það er rosalegt álag að þurfa að standa á móti til dæmis stórum fjársterkum aðila eða kúnnunum sem vilja meira,“ segir hún. Stemma þurfi stigu við þessari eftirspurn. „Hér á Íslandi erum við með löggjöf sem byggir á því að við viljum ekki að það sé verið að versla með líkama fólks. Það er í rauninni andi löggjafarinnar. Þess vegna höfum við á Íslandi bannað kaup á vændi þó að við leyfum sölu á vændi. Það sem ég myndi vilja sjá gert væri í þeim anda að við reynum að stemma stigu við eftirspurninni á því að kaupa kynferðislegar myndir af ungum konum.
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira