Tónlist

„Tek sjálf upp lögin mín og geri myndböndin“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá tökunum á myndbandinu.
Frá tökunum á myndbandinu.

„Mig langaði að gera eitthvað nýtt, skapa tilbúna persónu en ég hef sjálf gaman af slíkum lögum,“ segir tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir sem hefur vakið mikla athygli fyrir lögin sín á YouTube. Hún var að gefa út nýtt lag sem ber heitið Vilma.

„Ég held að mér hafi tekist það með Vilmu. Svo jafnvel síðar mun ég semja lag með fleiri sögum af konunni. Lagið hefur ekkert viðlag og nám mitt í FÍH og MÍÍ hefur greinilega skilaði árangri og trommurnar í laginu eru svo sannarlega úr hljóðkortinu mínu,“ segir Guðný.

„Ég tek sjálf upp lögin mín og geri myndböndin. Þetta er lag sem styður við ferðaþjónustuna.“

Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Vilma.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.