Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2020 12:37 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi en fólkið hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hjónin Doaa og Ibrahim komu hingað til lands sumarið 2018 ásamt börnunum sínum fjórum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptaland vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. „Einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni sé ólögleg, siðferðislega röng og ómannúðleg. Þá kvaðst hann ítrekað á síðustu árum hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðug úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu,“ sagði Magnús. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Svaraði ekki beint fyrir mál fjölskyldunnar Í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á fyrrnefnda ákvörðun stjórnvalda að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist of lengi. „Síðan hefur Covid-19 auðvitað haft einhver áhrif eins og við erum að sjá á frestun mála,“ sagði Áslaug. En hvað finnst þér um mál barnafjölskyldunnar sem hefur verið hér í 25 mánuði, börnin farin að tala íslensku reiprennandi og það er verið að vísa þeim úr landi? „Við höfum auðvitað tekið afgerandi ákvarðanir er varðar Covid, varðandi verndarmál og lengd dvalarleyfa og fleira af því við vitum auðvitað að Covid-19 er að hafa víðtæk áhrif á ýmislegt eins og þessi mál. Þetta þarf auðvitað að skoða áfram. Við erum auðvitað líka með kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og höfum skýra tímafresti og höfum stytt þá sérstaklega er varðar fjölskyldur með börn svo það einmitt gerist ekki að fólk verði hér í of langan tíma því við viljum bæði að kerfið okkar sé mannúðlegt og skilvirkt,“ sagði ráðherra. Er þetta þá jafnvel fortíðarvandi sem kemur fram núna en verður ekki svona í framtíðinni? „Það er erfitt að segja til um það. Það eru svo mismunandi hópar sem hingað leita og við erum alltaf að reyna að aðlaga kerfið okkar að því að bæði svara innan eðlilegs tímamarks og gefa þeim vernd sem hingað leita og þurfa á henni að halda,“ sagði Áslaug en viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana um málið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við dómsmálaráðherra um mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi en fólkið hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hjónin Doaa og Ibrahim komu hingað til lands sumarið 2018 ásamt börnunum sínum fjórum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptaland vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. „Einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni sé ólögleg, siðferðislega röng og ómannúðleg. Þá kvaðst hann ítrekað á síðustu árum hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðug úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu,“ sagði Magnús. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Svaraði ekki beint fyrir mál fjölskyldunnar Í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á fyrrnefnda ákvörðun stjórnvalda að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist of lengi. „Síðan hefur Covid-19 auðvitað haft einhver áhrif eins og við erum að sjá á frestun mála,“ sagði Áslaug. En hvað finnst þér um mál barnafjölskyldunnar sem hefur verið hér í 25 mánuði, börnin farin að tala íslensku reiprennandi og það er verið að vísa þeim úr landi? „Við höfum auðvitað tekið afgerandi ákvarðanir er varðar Covid, varðandi verndarmál og lengd dvalarleyfa og fleira af því við vitum auðvitað að Covid-19 er að hafa víðtæk áhrif á ýmislegt eins og þessi mál. Þetta þarf auðvitað að skoða áfram. Við erum auðvitað líka með kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og höfum skýra tímafresti og höfum stytt þá sérstaklega er varðar fjölskyldur með börn svo það einmitt gerist ekki að fólk verði hér í of langan tíma því við viljum bæði að kerfið okkar sé mannúðlegt og skilvirkt,“ sagði ráðherra. Er þetta þá jafnvel fortíðarvandi sem kemur fram núna en verður ekki svona í framtíðinni? „Það er erfitt að segja til um það. Það eru svo mismunandi hópar sem hingað leita og við erum alltaf að reyna að aðlaga kerfið okkar að því að bæði svara innan eðlilegs tímamarks og gefa þeim vernd sem hingað leita og þurfa á henni að halda,“ sagði Áslaug en viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana um málið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við dómsmálaráðherra um mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira