Upplifir algjöra þöggun um stöðu drengja í skólakerfinu Stefán Árni Pálsson skrifar 8. september 2020 10:30 Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi. Hann hefur lengi barist fyrir bættum lestri meðal barna á Íslandi, þá sérstaklega hjá drengjum en Hermundur er einn þeirra sem hefur verulegar áhyggjur af stöðu þeirra í íslensku skólakerfi og hefur hann í því samhengi bent á mikið brotfall drengja úr framhaldsskólum og lágt hlutfall í Háskólum landsins. Hermundur var gestur Frosta Logasonar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við erum það vestræna ríki sem er með stærstu kynjamismununina en það eru sjötíu prósent stúlkur í háskóla hér og þrjátíu prósent strákar. Og á Akureyri eru það 78 prósent stúlkur. Þetta sýnir það að strákar eru ekki að komast upp í háskólana eins og stúlkurnar,“ segir Hermundur. „Við sjáum þetta einnig í næsta stigi fyrir neðan en þar eru 31 prósent brotfall drengja úr framhaldsskóla. Þannig að það byrjar strax vandamál hjá drengjum í framhaldsskólum. Í dag eru 34 prósent drengja fimmtán ára gamlir sem lesa sér ekki til gagns eða skilja ekki þann texta sem þeir eiga vera lesa. Og um fimmtíu prósent á lægstu stigunum. Þetta er mjög alvarleg staða og segir hvernig staða okkar menntakerfis er.“ Hann segir að rannsóknir bendi til þess að fólk tali almennt minna við drengi alveg frá fæðingu. „Stelpur babla meira en strákar alveg frá tíu mánaða aldri og við erum komin þar með ákveðna félagslega breytu sem hefur mikið að segja fyrir bæði málþroska og orðaforða. Það er gríðarlega mikilvægt til þess að geta verið góður í lestri.“ Strákar þurfa meiri ástríðu Hermundur hefur um nokkurt skeið gagnrýnt þær aðferðir sem notaðar eru við lestrarkennslu hér á landi, einkum byrjendalæsi og þá miklu áherslu sem lögð er á lestrarhraða. Hann hefur sagt hljóðaaðferðina einu raunprófuðu lestrarkennsluaðferðina, en hún virðist vera notuð í alltof fáum skólum landsins. Með hljóðaaðferðinni er átt við að nemendur læra heiti bókstafanna, hvaða hljóð þeir eiga og hvernig tengja á hljóðin saman í orð. „Rannsóknir sýna að strákar eru mjög viðkvæmir þegar þeir ekki bókstafahljóðaþjálfunina til þess að ná að brjóta lestrarkóðann. Þegar lestrarkóðinn er brotinn þá verður við að fá áskorun miðað við færni. Okkar rannsóknir benda einnig á það að strákar þurfa meiri ástríðu til þess að nota krafinn og viljann til þess að gera verkefnin. Þeir verða að fá bækur sem að kveikja áhugann. Þetta er líka mikilvægt fyrir stelpur en fyrir stráka er þetta í algjöru lykilhlutverki.“ Hann segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að missa svona stóran hluta í þjóðfélaginu úr höndunum. „Við sjáum t.d. í löndunum í kringum okkur að sextíu til sjötíu prósent fanga í Noregi og Írlandi eru með lesblindu. Við erum að gefa ungum drengjum allt of mikið af lyfjum og hér taka fimmtán prósent drengja á aldrinum 10-15 ára rítalín sem er allt of há tala. Í Noregi er það fimm prósent og þeir hafa miklar áhyggjur af því. Þá er eitthvað að hjá okkur sem þjóðfélag. Ég hef bent á að við verðum að breyta skólakerfinu og brjóta það meira upp. Hafa styttri tíma og meiri tíma þar sem þú getur hreyft þig.“ Hermundur segir að það sé algjör þöggun í gangi varðandi þetta vandamál í samfélaginu. „Það er enginn að ræða þessi mál. Það er enginn að ræða um það hvort við séum að gera eitthvað sem ekki passar í íslensku skólakerfi. Maður mætir mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna.“ Skóla - og menntamál Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi. Hann hefur lengi barist fyrir bættum lestri meðal barna á Íslandi, þá sérstaklega hjá drengjum en Hermundur er einn þeirra sem hefur verulegar áhyggjur af stöðu þeirra í íslensku skólakerfi og hefur hann í því samhengi bent á mikið brotfall drengja úr framhaldsskólum og lágt hlutfall í Háskólum landsins. Hermundur var gestur Frosta Logasonar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við erum það vestræna ríki sem er með stærstu kynjamismununina en það eru sjötíu prósent stúlkur í háskóla hér og þrjátíu prósent strákar. Og á Akureyri eru það 78 prósent stúlkur. Þetta sýnir það að strákar eru ekki að komast upp í háskólana eins og stúlkurnar,“ segir Hermundur. „Við sjáum þetta einnig í næsta stigi fyrir neðan en þar eru 31 prósent brotfall drengja úr framhaldsskóla. Þannig að það byrjar strax vandamál hjá drengjum í framhaldsskólum. Í dag eru 34 prósent drengja fimmtán ára gamlir sem lesa sér ekki til gagns eða skilja ekki þann texta sem þeir eiga vera lesa. Og um fimmtíu prósent á lægstu stigunum. Þetta er mjög alvarleg staða og segir hvernig staða okkar menntakerfis er.“ Hann segir að rannsóknir bendi til þess að fólk tali almennt minna við drengi alveg frá fæðingu. „Stelpur babla meira en strákar alveg frá tíu mánaða aldri og við erum komin þar með ákveðna félagslega breytu sem hefur mikið að segja fyrir bæði málþroska og orðaforða. Það er gríðarlega mikilvægt til þess að geta verið góður í lestri.“ Strákar þurfa meiri ástríðu Hermundur hefur um nokkurt skeið gagnrýnt þær aðferðir sem notaðar eru við lestrarkennslu hér á landi, einkum byrjendalæsi og þá miklu áherslu sem lögð er á lestrarhraða. Hann hefur sagt hljóðaaðferðina einu raunprófuðu lestrarkennsluaðferðina, en hún virðist vera notuð í alltof fáum skólum landsins. Með hljóðaaðferðinni er átt við að nemendur læra heiti bókstafanna, hvaða hljóð þeir eiga og hvernig tengja á hljóðin saman í orð. „Rannsóknir sýna að strákar eru mjög viðkvæmir þegar þeir ekki bókstafahljóðaþjálfunina til þess að ná að brjóta lestrarkóðann. Þegar lestrarkóðinn er brotinn þá verður við að fá áskorun miðað við færni. Okkar rannsóknir benda einnig á það að strákar þurfa meiri ástríðu til þess að nota krafinn og viljann til þess að gera verkefnin. Þeir verða að fá bækur sem að kveikja áhugann. Þetta er líka mikilvægt fyrir stelpur en fyrir stráka er þetta í algjöru lykilhlutverki.“ Hann segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að missa svona stóran hluta í þjóðfélaginu úr höndunum. „Við sjáum t.d. í löndunum í kringum okkur að sextíu til sjötíu prósent fanga í Noregi og Írlandi eru með lesblindu. Við erum að gefa ungum drengjum allt of mikið af lyfjum og hér taka fimmtán prósent drengja á aldrinum 10-15 ára rítalín sem er allt of há tala. Í Noregi er það fimm prósent og þeir hafa miklar áhyggjur af því. Þá er eitthvað að hjá okkur sem þjóðfélag. Ég hef bent á að við verðum að breyta skólakerfinu og brjóta það meira upp. Hafa styttri tíma og meiri tíma þar sem þú getur hreyft þig.“ Hermundur segir að það sé algjör þöggun í gangi varðandi þetta vandamál í samfélaginu. „Það er enginn að ræða þessi mál. Það er enginn að ræða um það hvort við séum að gera eitthvað sem ekki passar í íslensku skólakerfi. Maður mætir mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna.“
Skóla - og menntamál Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira