Segir yfirvöld vera að ná taki á faraldrinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 14:16 Þórólfur Guðnason þakkar aðgerðum innanlands og á landamærum að tekist hafi að sveigja hina víðfrægu kúrvu niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að yfirvöld hér séu að ná tökum á seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Tekist hafi að sveigja kúrvuna niður og því megi þakka þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér innanlands og á landamærum. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag hollt að muna að sú staða sem við erum í núna sé fyrst og fremst vegna þessara aðgerða. Því megi ekki gleyma. Auk þess megi skoða stöðuna í því ljósi að víða erlendis er verið að grípa til harðari aðgerða vegna þess að faraldurinn sé í aukningu. Innanlandssmitum hefur fækkað nokkuð að undanförnu. Ekkert smit mældist síðastliðinn sólarhring hér á landi en hefur verið á bilinu ekkert til sex smit undanfarnar vikur. Virk smit eru alls 76. Flestir sem eru að greinast eru í sóttkví, um 60 prósent í sóttkví í greiningu. Einn liggur inni á sjúkrahúsi vegna faraldursins. Þórólfur ítrekaði að ekkert benti til þess að veikindin sem fylgi veirunni nú séu eitthvað vægari en í fyrri bylgju. Það sé að koma í ljós að langtímaáhrif veirunnar séu mikil. Alvarleiki sé því ekki einungis mældur í fjölda þeirra sem hafa látist. Þórólfur telur líka að skilgreina þurfi hver sé ásættanlegur fjöldi sýkinga hér á landi, hvað sé ásættanlegt að margir leggist inn á sjúkrahús og hvað sé ásættanlegt að margir deyi ef ræða á um hvort hleypa eigi veirunni af stað í samfélaginu. Þetta séu erfiðar spurningar sem flestir treysti sér ef til vill ekki að svara. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að yfirvöld hér séu að ná tökum á seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Tekist hafi að sveigja kúrvuna niður og því megi þakka þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér innanlands og á landamærum. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag hollt að muna að sú staða sem við erum í núna sé fyrst og fremst vegna þessara aðgerða. Því megi ekki gleyma. Auk þess megi skoða stöðuna í því ljósi að víða erlendis er verið að grípa til harðari aðgerða vegna þess að faraldurinn sé í aukningu. Innanlandssmitum hefur fækkað nokkuð að undanförnu. Ekkert smit mældist síðastliðinn sólarhring hér á landi en hefur verið á bilinu ekkert til sex smit undanfarnar vikur. Virk smit eru alls 76. Flestir sem eru að greinast eru í sóttkví, um 60 prósent í sóttkví í greiningu. Einn liggur inni á sjúkrahúsi vegna faraldursins. Þórólfur ítrekaði að ekkert benti til þess að veikindin sem fylgi veirunni nú séu eitthvað vægari en í fyrri bylgju. Það sé að koma í ljós að langtímaáhrif veirunnar séu mikil. Alvarleiki sé því ekki einungis mældur í fjölda þeirra sem hafa látist. Þórólfur telur líka að skilgreina þurfi hver sé ásættanlegur fjöldi sýkinga hér á landi, hvað sé ásættanlegt að margir leggist inn á sjúkrahús og hvað sé ásættanlegt að margir deyi ef ræða á um hvort hleypa eigi veirunni af stað í samfélaginu. Þetta séu erfiðar spurningar sem flestir treysti sér ef til vill ekki að svara.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira