Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2020 13:40 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. Sjúkratryggingar hafi óskað eftir staðfestingu frá Krabbameinsfélaginu og Leitarstöðinni á því að kröfur til starfseminnar séu uppfylltar fyrir lok dags og verður því erindi svarað í dag. Krabbameinsfélagið segist í samtali við fréttastofu standa við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana. Í yfirlýsingu sinni fór Krabbameinsfélagið fram á það við Sjúkratryggingar að gögnin yrðu afhent fyrir hádegi í dag í ljósi þess að starfsfólk Leitarstöðvarinnar treysti sér ekki til að sinna störfum sínum vegna ummælanna, að sögn félagsins. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og fékkst ekki til að segja af eða á með það hvort umbeðin gögn hafi verið afhent. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að Krabbameinsfélagið hefði ekki fengið neinar athugasemdir frá Sjúkratryggingum áður. „Margsinnis er búið að endurnýja samningana og svona gagnrýni hefur ekki komið fram. Þegar það kemur upp einhver umræða um að mögulega búi sjúkratryggingar eða heilbrigðisyfirvöld yfir einhverjum upplýsingum sem segi það að félagið sé ekki fært um að sinna þjónustunni þá auðvitað eru það svo alvarlegar upplýsingar að okkur er væntanlega ekki fært að sinna þjónustunni áfram. En ég segi það bara hreint út að ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu til á sama tíma og verið er að óska eftir því að félagið sinni þjónustunni áfram út árið 2020.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46 Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. 6. september 2020 19:03 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. Sjúkratryggingar hafi óskað eftir staðfestingu frá Krabbameinsfélaginu og Leitarstöðinni á því að kröfur til starfseminnar séu uppfylltar fyrir lok dags og verður því erindi svarað í dag. Krabbameinsfélagið segist í samtali við fréttastofu standa við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana. Í yfirlýsingu sinni fór Krabbameinsfélagið fram á það við Sjúkratryggingar að gögnin yrðu afhent fyrir hádegi í dag í ljósi þess að starfsfólk Leitarstöðvarinnar treysti sér ekki til að sinna störfum sínum vegna ummælanna, að sögn félagsins. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og fékkst ekki til að segja af eða á með það hvort umbeðin gögn hafi verið afhent. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að Krabbameinsfélagið hefði ekki fengið neinar athugasemdir frá Sjúkratryggingum áður. „Margsinnis er búið að endurnýja samningana og svona gagnrýni hefur ekki komið fram. Þegar það kemur upp einhver umræða um að mögulega búi sjúkratryggingar eða heilbrigðisyfirvöld yfir einhverjum upplýsingum sem segi það að félagið sé ekki fært um að sinna þjónustunni þá auðvitað eru það svo alvarlegar upplýsingar að okkur er væntanlega ekki fært að sinna þjónustunni áfram. En ég segi það bara hreint út að ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu til á sama tíma og verið er að óska eftir því að félagið sinni þjónustunni áfram út árið 2020.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46 Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. 6. september 2020 19:03 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46
Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24
Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. 6. september 2020 19:03
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58