Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 20:15 Hjónin Sigurjón Hólm og Arna María hafa glímt við afleiðingar Covid19 í sex mánuði. Þau freista þess að taka þátt í hópmálsókn á hendur austurríska ríkinu. Baldur Hrafnkell Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. Austurrískur lögmaður, sem fer fyrir málinu, vonast til að ná sáttum við ríkið áður en það fer fyrir dóm. Íslensk hjón sem sækjast eftir þátttöku segja veikindin hafa haft gríðarleg áhrif á líf þeirra. Ríflega sex þúsund manns eru nú þegar hluti af hópmálsókninni, en hópurinn sakar austurrísk stjórnvöld um aðgerðarleysi á skíðasvæðinu Ischgl við upphaf kórónuveirufaraldursins. Reynt verður á skaðabótaskyldu ríkisins fyrir dómi síðar í þessum mánuði. Peter Kolba, lögmaður hópsins, segir að stjórnvöld gætu þurft að greiða mörg hundruð milljónir evra í skaðabætur. Bæturnar séu misjafnar milli fólks en þær hæstu hljóði upp á hundrað þúsund evrur. „Það er skoðun okkar að stjórnvöld á staðnum hafi gert mistök. Þeim láðist að vara ferðamenn við í tíma, lokuðu tilteknum börum ekki nógu snemma og dráttur varð á lokun alls svæðisins,“ segir Kolba í samtali við fréttastofu. Hjónin Sigurjón Hólm Magnússon og Arna María Smáradóttir voru á meðal þeirra sem greindust með Covid19 eftir ferðalag til Ischgl í lok febrúar. Sigurjón fékk almenn flenskueinkenni á meðan Arna varð mjög veik, og nú sex mánuðum seinna glímir hún enn við afleiðingar sjúkdómsins. Þau eru ósátt við hvernig tekið var á málunum ytra og ætla að krefjast skaðabóta. „Mín einkenni voru slappleiki og svona flensulík einkenni, höfuðverkur og svona slappur en er góður í dag,“ segir Sigurjón. „Ég get átt ágæta daga en svo eru aðrir dagar bara slæmir. Og það virðast vera miklir eftirmálar hjá mér allavega, þetta virðist hafa ýft upp svona gamalt sem ég hélt ég væri komin yfir. Hafi svona kveikt á aftur til dæmis vefjagigt og því sem henni fylgir og fleiri andlegum sjúkdómum líka,“ segir hún og bætir við að veikindin hafi tekið mikið á andlega. „Til dæmis vill kannski enginn hafa fólk í vinnu þegar maður veit ekki alveg hvernig maður verður, ég vakna bara upp á hverjum degi og veit ekkert hvernig dagurinn verður, hvort mér sé flökurt allan daginn eða hvort ég sé með höfuðverk eða hvort ég sé þreytt. Það fylgir þessu óöryggi,“ segir hún. Þess vegna væri eðlilegt að brugðist verði við. „Við viljum að eitthvað verði gert vegna þess að ég er enn þá veik hálfu ári seinna. Og þá er bara spurning, rétt skal vera rétt – af hverju var ekki sagt frá þessu, af hverju var ekki varað við, af hverju var þetta ekki stoppað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. Austurrískur lögmaður, sem fer fyrir málinu, vonast til að ná sáttum við ríkið áður en það fer fyrir dóm. Íslensk hjón sem sækjast eftir þátttöku segja veikindin hafa haft gríðarleg áhrif á líf þeirra. Ríflega sex þúsund manns eru nú þegar hluti af hópmálsókninni, en hópurinn sakar austurrísk stjórnvöld um aðgerðarleysi á skíðasvæðinu Ischgl við upphaf kórónuveirufaraldursins. Reynt verður á skaðabótaskyldu ríkisins fyrir dómi síðar í þessum mánuði. Peter Kolba, lögmaður hópsins, segir að stjórnvöld gætu þurft að greiða mörg hundruð milljónir evra í skaðabætur. Bæturnar séu misjafnar milli fólks en þær hæstu hljóði upp á hundrað þúsund evrur. „Það er skoðun okkar að stjórnvöld á staðnum hafi gert mistök. Þeim láðist að vara ferðamenn við í tíma, lokuðu tilteknum börum ekki nógu snemma og dráttur varð á lokun alls svæðisins,“ segir Kolba í samtali við fréttastofu. Hjónin Sigurjón Hólm Magnússon og Arna María Smáradóttir voru á meðal þeirra sem greindust með Covid19 eftir ferðalag til Ischgl í lok febrúar. Sigurjón fékk almenn flenskueinkenni á meðan Arna varð mjög veik, og nú sex mánuðum seinna glímir hún enn við afleiðingar sjúkdómsins. Þau eru ósátt við hvernig tekið var á málunum ytra og ætla að krefjast skaðabóta. „Mín einkenni voru slappleiki og svona flensulík einkenni, höfuðverkur og svona slappur en er góður í dag,“ segir Sigurjón. „Ég get átt ágæta daga en svo eru aðrir dagar bara slæmir. Og það virðast vera miklir eftirmálar hjá mér allavega, þetta virðist hafa ýft upp svona gamalt sem ég hélt ég væri komin yfir. Hafi svona kveikt á aftur til dæmis vefjagigt og því sem henni fylgir og fleiri andlegum sjúkdómum líka,“ segir hún og bætir við að veikindin hafi tekið mikið á andlega. „Til dæmis vill kannski enginn hafa fólk í vinnu þegar maður veit ekki alveg hvernig maður verður, ég vakna bara upp á hverjum degi og veit ekkert hvernig dagurinn verður, hvort mér sé flökurt allan daginn eða hvort ég sé með höfuðverk eða hvort ég sé þreytt. Það fylgir þessu óöryggi,“ segir hún. Þess vegna væri eðlilegt að brugðist verði við. „Við viljum að eitthvað verði gert vegna þess að ég er enn þá veik hálfu ári seinna. Og þá er bara spurning, rétt skal vera rétt – af hverju var ekki sagt frá þessu, af hverju var ekki varað við, af hverju var þetta ekki stoppað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20