Innlent

Nýtt Co­vid greiningar­tæki Land­spítalans getur nýst við skimun á leg­háls­krabba­meini

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir heilsugæsluna taka við skimun á leghálskrabbameini 1. janúar á næsta ári. 
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir heilsugæsluna taka við skimun á leghálskrabbameini 1. janúar á næsta ári.  Vísir/Sigurjón

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 

Á síðasta ári ákvað heilbrigðisráðherra að framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini verði færð til heilsugæslunnar. Undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurt skeið en gert er ráð fyrir að skimunin flytjist frá Krabbameinsfélagi Íslands til heilsugæslunnar um áramótin eða 1. janúar 2021. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúninginn ganga vel.

„Það er vinnuhópur í gangi og við erum að bíða eftir tillögum frá skimunarráði um nákvæmlega hvernig það verður en það eru breytingar sem hafa verið í verkferlum undanfarinna ára með auknu vægi á hérna veirumælingum, það er að segja HPV mælingar þá sem fyrsta grunn, til þess að greina þar af leiðandi fleiri. Það er næmari aðferð,“ segir Óskar.

Þá segir Óskar tækjakost Landspítalans geta nýst við skimunina ef þess þarf.

„Landspítalinn er að kaupa sér inn COVID greiningartæki og það er sama tæki og getur greint þessar HPV mælingar. Þannig þó við förum að taka mun fleiri mælingar þá er sá möguleiki fyrir hendi á spítalanum.“


Tengdar fréttir

Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum

Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka.

Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mis­tökin til sama starfs­manns

Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×