Flúðu Venesúela og leita nú að vinnu ásamt hundruðum samlanda sinna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2020 21:00 Síðustu mánuði hafa um 700 hælisleitendur fengið alþjóðlega vernd hér á landi og fá þá dvalarleyfi hér í eitt til fjögur ár. Þessi fjöldi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi. Tæplega helmingur kemur frá Venesúela og er þá að flýja efnahagslegan og pólitískan glundroða í landinu. Hjón þaðan segja sig sárvanta vinnu svo lífið komist í eðlilegt horf en stundum sé ruglingslegt hvert eigi leita og hvernig. Hjónin, Jesús Omar Moreno Aravjo og Jazmin Trinidad Monsalve Dávila sem voru búsett í borginni Mérida í Venesúela ákváðu að flýja ástandið og ferðuðust í fimm daga til fimm landa ásamt þremur börnum sínum áður en þau lentu hér fyrsta febrúar. Þau fengu dvalarleyfi hér á landi í mars í fjögur ár. „Ástandið í Venesúela er hættulegt og þar eru mikil vandamál, atvinnuleysi, hungur og erfitt að mennta börnin“ segir Jesus. Þau Jesús og Jazmin hafa bæði sótt íslenskunám og eru byrjuð að tala örlitla íslensku. Þau vilja læra meira og aðlagast þannig samfélaginu betur. Þau segja því mikilvægt að fá vinnu en þau hafa bæði áralanga starfsreynslu sem verkfræðingar í heimalandi sínu, Jesús sem rafmagnsverkfræðingur og Jazmin sem byggingaverkfræðingur. Þau taka fram að þau hafi ekki búið lengi í Reykjavík en þær umsóknir sem þau hafi þó sent hafi ekki einu sinni verið svarað. „Við þurfum tekjur til að standa undir þeim útgjöldum sem felast í að reka fimm manna fjölskyldu. Ég er ekki vanur því að vera án atvinnu. Það skiptir okkur miklu máli að aðlagast sem fyrst íslensku samfélagi, kynnast menningunni og læra tungumálið og það er erfitt án þess að hafa atvinnu“ segir Jesús. Börnin þeirra eru 7, 9 og 13 ára og eru bæði í skóla og íþróttum. Þau Jesus og Jazmin segjast afar ánægð fyrir hönd barna sinni, segja gott að búa í landi þar sem þau eru örugg og ánægð. Stór hluti fólksins án atvinnu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stór hluti þeirra sem hefur fengið dvalarleyfi síðustu mánuði án atvinnu. Fréttastofa hafði samband við fólk í þessum hópi í dag sem hafði leitað að vinnu mánuðum saman án árangurs. Meðal þeirra sem rætt var blaðamaður, hagfræðingur, dansari og viðskiptafræðingur. Þeir sem koma frá Venesúela tala oft ekki ensku þegar þeir koma til landsins og segja að það taki tíma að læra íslensku. Afar erfitt sé að fá vinnu þar til íslensku og eða enskukunnáttu hafi verið náð. Velferðasvið Reykjavíkurborgar óskaði í dag eftir viðræðum við Félagsmálaráðuneytið við að taka á móti fólki sem hefur hlotið alþjóðlega vernd. „Þurfum að taka okkur saman í andlitinu“ Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf fyrir samræmdum aðgerðum, kórónuveirufaraldurinn hafi flækt málin enn frekar. Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinumVísir „Þeir flóttamenn sem hafa komið hingað hafa sýnt mikinn kjark og dug og hafa jafnvel lent í lífshættu til að koma til landsins. Þeir hafa í langflestum tilvikum mikinn vilja til að vinna hér og koma sér upp sínum eigin tekjum. Í venjulegu árferði er þetta frekar flókið en núna þegar aðgerðir vegna kórónuvírussins hafa geysað er ástandið ennþá flóknara. Bæði eru stofnanir og skrifstofur lokaðar og fólk hefur ekki eins gott aðgengi að upplýsingum og áður. Margir eru ekki mjög tölufærir og þá vantar upplýsingar á tungumáli sem fólkið skilur. Öll samskipti verða þannig miklu flóknari, Við þurfum öll að sem samfélag að taka okkur saman í andlitinu og gera ráð fyrir þessari breyttu samsetningu þjóðarinnar. Það verið að vinna að samræmdri mótttöku á vegum félagsmálaráðuneytisins en hún er ennþá ekki komin í gagnið. Við getum alltaf gert betur í þessum málaflokki,“ segir Nína að lokum. Alþingi Hjálparstarf Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
Síðustu mánuði hafa um 700 hælisleitendur fengið alþjóðlega vernd hér á landi og fá þá dvalarleyfi hér í eitt til fjögur ár. Þessi fjöldi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi. Tæplega helmingur kemur frá Venesúela og er þá að flýja efnahagslegan og pólitískan glundroða í landinu. Hjón þaðan segja sig sárvanta vinnu svo lífið komist í eðlilegt horf en stundum sé ruglingslegt hvert eigi leita og hvernig. Hjónin, Jesús Omar Moreno Aravjo og Jazmin Trinidad Monsalve Dávila sem voru búsett í borginni Mérida í Venesúela ákváðu að flýja ástandið og ferðuðust í fimm daga til fimm landa ásamt þremur börnum sínum áður en þau lentu hér fyrsta febrúar. Þau fengu dvalarleyfi hér á landi í mars í fjögur ár. „Ástandið í Venesúela er hættulegt og þar eru mikil vandamál, atvinnuleysi, hungur og erfitt að mennta börnin“ segir Jesus. Þau Jesús og Jazmin hafa bæði sótt íslenskunám og eru byrjuð að tala örlitla íslensku. Þau vilja læra meira og aðlagast þannig samfélaginu betur. Þau segja því mikilvægt að fá vinnu en þau hafa bæði áralanga starfsreynslu sem verkfræðingar í heimalandi sínu, Jesús sem rafmagnsverkfræðingur og Jazmin sem byggingaverkfræðingur. Þau taka fram að þau hafi ekki búið lengi í Reykjavík en þær umsóknir sem þau hafi þó sent hafi ekki einu sinni verið svarað. „Við þurfum tekjur til að standa undir þeim útgjöldum sem felast í að reka fimm manna fjölskyldu. Ég er ekki vanur því að vera án atvinnu. Það skiptir okkur miklu máli að aðlagast sem fyrst íslensku samfélagi, kynnast menningunni og læra tungumálið og það er erfitt án þess að hafa atvinnu“ segir Jesús. Börnin þeirra eru 7, 9 og 13 ára og eru bæði í skóla og íþróttum. Þau Jesus og Jazmin segjast afar ánægð fyrir hönd barna sinni, segja gott að búa í landi þar sem þau eru örugg og ánægð. Stór hluti fólksins án atvinnu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stór hluti þeirra sem hefur fengið dvalarleyfi síðustu mánuði án atvinnu. Fréttastofa hafði samband við fólk í þessum hópi í dag sem hafði leitað að vinnu mánuðum saman án árangurs. Meðal þeirra sem rætt var blaðamaður, hagfræðingur, dansari og viðskiptafræðingur. Þeir sem koma frá Venesúela tala oft ekki ensku þegar þeir koma til landsins og segja að það taki tíma að læra íslensku. Afar erfitt sé að fá vinnu þar til íslensku og eða enskukunnáttu hafi verið náð. Velferðasvið Reykjavíkurborgar óskaði í dag eftir viðræðum við Félagsmálaráðuneytið við að taka á móti fólki sem hefur hlotið alþjóðlega vernd. „Þurfum að taka okkur saman í andlitinu“ Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf fyrir samræmdum aðgerðum, kórónuveirufaraldurinn hafi flækt málin enn frekar. Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinumVísir „Þeir flóttamenn sem hafa komið hingað hafa sýnt mikinn kjark og dug og hafa jafnvel lent í lífshættu til að koma til landsins. Þeir hafa í langflestum tilvikum mikinn vilja til að vinna hér og koma sér upp sínum eigin tekjum. Í venjulegu árferði er þetta frekar flókið en núna þegar aðgerðir vegna kórónuvírussins hafa geysað er ástandið ennþá flóknara. Bæði eru stofnanir og skrifstofur lokaðar og fólk hefur ekki eins gott aðgengi að upplýsingum og áður. Margir eru ekki mjög tölufærir og þá vantar upplýsingar á tungumáli sem fólkið skilur. Öll samskipti verða þannig miklu flóknari, Við þurfum öll að sem samfélag að taka okkur saman í andlitinu og gera ráð fyrir þessari breyttu samsetningu þjóðarinnar. Það verið að vinna að samræmdri mótttöku á vegum félagsmálaráðuneytisins en hún er ennþá ekki komin í gagnið. Við getum alltaf gert betur í þessum málaflokki,“ segir Nína að lokum.
Alþingi Hjálparstarf Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira