Innlent

Viðvaranirnar orðnar appelsínugular

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það stefnur í vonskuferður á morgun og föstudag víða um land.
Það stefnur í vonskuferður á morgun og föstudag víða um land. Mynd/Veðurstofan.

Spáð er vaxandi norðanátt á morgun með rigningu á N- og A-verðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla um kvöldið. Færð getur því spillst á fjallvegum annað kvöld. Gul viðvörun sem var í gildi fyrir Norðurland eystra og Austurland að Glettingi er orðin appelsínugul.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra, Miðhálendið, Austfirði og Suðausturland frá klukkan 17 á morgun til miðnættis á föstudag. Gular viðvarnir voru einnig í gildi á sama tíma fyrir Norðurland eystra og Austurland að Glettingi, en þær eru nú orðnar appelsínugular frá klukkan 23 annað kvöld.

Þar er útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám.

Á vef Veðurstofunnar segir að einnig sé spáð hvössum vindstrengjum undir Vatnajökli og á Austfjörðum annað kvöld, sem getur reynst varasamt ökutækjum með aftanívagna.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 8-15 m/s V-lands og við SA-ströndina, annars hægari. Skýjað og stöku skúrir, en fer að rigna SA- og A-lands síðdegis.

Snýst í norðan og norðvestan 10-18 á morgun með rigningu N- og A-lands, en þurrt SV-til. Hvessir annað kvöld, einkum austan Öræfa þar sem búast má við stormi og vaxandi úrkoma NA-til með slyddu eða snjókomu til fjalla. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast S-lands en fer smám saman kólnandi á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðvestan 13-23 m/s, hvassast SA til, en lægir smám saman á V-landi. Talsverð eða mikil rigning á NA-verðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart S- og V-lands. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti 3 til 14 stig, svalast fyrir norðan.

Á laugardag:

Norðvestan 5-13 og skýjað NA-til og hvassast við ströndina, en annars hægari og bjart veður. Lægir smám saman og léttir til NA-til. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig NA-til.

Á sunnudag:

Gengur í strekkings eða allhvassa sunnanátt með talsverðri rigningu, en lengst af þurrt NA til. Milt í veðri.

Á mánudag:

Útlit fyrir stífa suðvestanátt með rigningu eða skúrum, en þurrviðri eystra og kólnar í veðri.

Á þriðjudag:

Líklega vestlæg átt með skúrum og fremur svölu veðri, en bjart SA-til.


Tengdar fréttir

„September hefst með látum“

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi síðar í vikunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×