Fótbolti

KR-ingar færu til Möltu eða Norður-Írlands

Sindri Sverrisson skrifar
Atli Sigurjónsson og félagar í KR fara til Eistlands eftir tvær vikur.
Atli Sigurjónsson og félagar í KR fara til Eistlands eftir tvær vikur. VÍSIR/DANÍEL

Íslandsmeistarar KR í fótbolta munu fara til Möltu eða Norður-Írlands takist þeim að slá út Flora Tallinn í Eistlandi síðar í þessum mánuði.

KR-ingar hafa dregist á útivöll í öllum þremur Evrópudráttunum sem þeir hafa verið með í á þessari leiktíð. Í undankeppni Meistaradeildarinnar sóttu þeir Celtic heim til Skotlands en töpuðu og fóru þá í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.

KR sækir Flora Tallinn heim 17. september en ekki eru leiknir tveir leikir í einvígunum í Evrópukeppnunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Mikið er í húfi fyrir íslenskan fótbolta en með tapi KR er hætta á að Ísland missi eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnunum.

Sigurliðið í leik KR og Flora Tallinn mætir sigurliðinu úr leik Linfield frá Norður-Írlandi og Floriana frá Möltu, í 3. umferðinni þann 24. september. KR-ingar hefðu meðal annars getað lent á móti Cluj frá Rúmeníu eða Djurgården frá Svíþjóð.

Sigurlið í 3. umferð komast í umspil um sæti í sjálfri riðlakeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×