Leikkonan Emma Roberts á von á sínu fyrsta barni með leikaranum, módelinu og söngvaranum Garrett Hedlund. Roberts tilkynnti á Instagram í gær að hún gengi með strák.
Leikkonan er dóttir leikarans Eric Roberts og frænka stórstjörnunnar Juliu Roberts og er sjálf þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Screem Queens og American Horror Story. Hún skaust fyrst upp á stjörnuhimininn í Nickelodeon þáttaröðinni Unfabulous og hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Einnig er hún söngkona gaf út eina plötu árið 2005.
Roberts og Hedlund sáust fyrst saman á síðasta ári, en áður var hún í sambandi við leikarann Evan Peters frá 2012 til 2019. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem leikkonan birti á Instagram í gær. Julia Roberts skrifar þar „Ég elska þig“ í athugasemd.