Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 11:13 Dæmi um netsvindl síðustu vikna má sjá hér fyrir ofan: frá Skattinum, Póstinum og Borgun. Skjáskotin af svikapóstunum undir merkjum Skattsins og Borgunar eru fengin af Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Netsvindl sem Íslendingar hafa orðið fyrir undanfarnar vikur, þar sem nöfn og viðmót íslenskra fyrirtækja og stofnana eru misnotuð til að komast yfir kortaupplýsingar, er vandað og sannfærandi, að sögn rannsóknarlögreglumanns. Þá ræður hann fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. Talsvert hefur borið á því síðustu vikur að netþrjótar reyni að komast yfir kortaupplýsingar fólks hér á landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við slíkum svikum nú í ágúst en þar hafa svindlarar sent fólki SMS-skeyti eða tölvupóst undir merkjum íslenskra fyrirtækja og stofnana. Þannig fengu Íslendingar margir skilaboð sem virtust vera frá Skattinum, þar sem viðtakanda var tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. Nafn kortafyrirtækisins Borgunar var einnig misnotað með sambærilegum hætti í netsvindli nú í ágúst og síðast í morgun varaði Pósturinn við því að svikapóstar hefðu borist fólki undir merkjum fyrirtækisins. Í því tilviki var fólki tjáð að það ætti sendingu frá Póstinum sem biði afgreiðslu. Staðfesta þyrfti greiðslu með því að fara inn á hlekk sem fylgdi tölvupóstinum. „Við viljum að það sé alveg skýrt að þessir póstar koma ekki frá okkur, það er mjög leiðinlegt að horfa upp á óprúttna aðila nota nafn Póstsins til að svíkja fólk. Við hvetjum alla til að huga vel að því hvort þeir eigi von á sendingum og minnum á að ef greiða á af sendingu á netinu hjá okkur þarf alltaf að skrá sig inn á örugga síðu á minnpostur.is,“ er haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Póstsins, í tilkynningu um málið í morgun. Áhlaup undir merkjum Skattsins „tiltölulega vel gert“ Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessa nýjustu bylgju netglæpa í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann benti á að netglæpir af þessu tagi væru ekki nýir af nálinni en glæpamennirnir yrðu sífellt færari á sínu sviði. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Þessi aðferðafræði, að senda eitthvað með tengli, hefur alveg verið stunduð í dálítinn tíma. […] Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel. Þeir setja upp heimasíðu sem er mjög sannfærandi, í raun nota bara nákvæmlega sama viðmót og myndir og Skatturinn, þeir hafa bara afritað það og notað til eigin handa,“ sagði Gísli. Þá sé fólk almennt mjög gjarnt á að ýta á tengla sem þeim er beint inn á, líkt og í skeytum netþrjótanna síðustu vikur. „En í raun og veru er það bara „nei“ í þessum heimi,“ sagði Gísli. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“ Þrjótarnir safna „knippum“ Þá gangi netþrjótarnir nú einu skrefi lengra en vant er með því að fá fólk til að láta af hendi staðfestingarkóða sem það fær sent í símann. „Það er extra hættulegt því það getur verið að þeir séu að gera þetta í rauntíma og séu þá strax að bíða eftir kortaupplýsingum. Nýta þær upplýsingar strax og stunda viðskipti strax en vantar svo þessa aukastaðfestingu, sem þeir fá svo aftur frá þeim sem er botaþoli í þessu sambandi. En líklegra er samt að þarna hafi þeir verið að safna knippum af kortaupplýsingum, sem síðan eru notuð í annars konar svindl og eru bara áframseljanlegar upplýsingar fyrir glæpamenn.“ Þá séu netglæpir af þessu tagi einkum erfiðir viðureignar vegna þess að fólk skammist sín fyrir að láta glepjast af skilaboðum þrjótanna. Gísli lagði þó áherslu á að umgjörðin væri fagmannleg af hálfu glæpamannanna og því ekki skrýtið að fólk falli fyrir svindlinu. „Þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Það er búið að mæla út mannlega hegðun. Þegar glæpirnir eru búnir til er verið að spila inn á sálfræði. Þeir búast við ákveðnum viðbrögðum hjá einstaklingum. Þetta er allt mjög vandað. Brotaþolinn í þessu samhengi er brotaþoli […]. Það sem gerir manneskju að góðri manneskju er allt misnotað í þeim eina tilgangi að hafa af þér peninga.“ Viðtal Bítisins við Gísla Jökul má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Netsvindl sem Íslendingar hafa orðið fyrir undanfarnar vikur, þar sem nöfn og viðmót íslenskra fyrirtækja og stofnana eru misnotuð til að komast yfir kortaupplýsingar, er vandað og sannfærandi, að sögn rannsóknarlögreglumanns. Þá ræður hann fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. Talsvert hefur borið á því síðustu vikur að netþrjótar reyni að komast yfir kortaupplýsingar fólks hér á landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við slíkum svikum nú í ágúst en þar hafa svindlarar sent fólki SMS-skeyti eða tölvupóst undir merkjum íslenskra fyrirtækja og stofnana. Þannig fengu Íslendingar margir skilaboð sem virtust vera frá Skattinum, þar sem viðtakanda var tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. Nafn kortafyrirtækisins Borgunar var einnig misnotað með sambærilegum hætti í netsvindli nú í ágúst og síðast í morgun varaði Pósturinn við því að svikapóstar hefðu borist fólki undir merkjum fyrirtækisins. Í því tilviki var fólki tjáð að það ætti sendingu frá Póstinum sem biði afgreiðslu. Staðfesta þyrfti greiðslu með því að fara inn á hlekk sem fylgdi tölvupóstinum. „Við viljum að það sé alveg skýrt að þessir póstar koma ekki frá okkur, það er mjög leiðinlegt að horfa upp á óprúttna aðila nota nafn Póstsins til að svíkja fólk. Við hvetjum alla til að huga vel að því hvort þeir eigi von á sendingum og minnum á að ef greiða á af sendingu á netinu hjá okkur þarf alltaf að skrá sig inn á örugga síðu á minnpostur.is,“ er haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Póstsins, í tilkynningu um málið í morgun. Áhlaup undir merkjum Skattsins „tiltölulega vel gert“ Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessa nýjustu bylgju netglæpa í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann benti á að netglæpir af þessu tagi væru ekki nýir af nálinni en glæpamennirnir yrðu sífellt færari á sínu sviði. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Þessi aðferðafræði, að senda eitthvað með tengli, hefur alveg verið stunduð í dálítinn tíma. […] Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel. Þeir setja upp heimasíðu sem er mjög sannfærandi, í raun nota bara nákvæmlega sama viðmót og myndir og Skatturinn, þeir hafa bara afritað það og notað til eigin handa,“ sagði Gísli. Þá sé fólk almennt mjög gjarnt á að ýta á tengla sem þeim er beint inn á, líkt og í skeytum netþrjótanna síðustu vikur. „En í raun og veru er það bara „nei“ í þessum heimi,“ sagði Gísli. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“ Þrjótarnir safna „knippum“ Þá gangi netþrjótarnir nú einu skrefi lengra en vant er með því að fá fólk til að láta af hendi staðfestingarkóða sem það fær sent í símann. „Það er extra hættulegt því það getur verið að þeir séu að gera þetta í rauntíma og séu þá strax að bíða eftir kortaupplýsingum. Nýta þær upplýsingar strax og stunda viðskipti strax en vantar svo þessa aukastaðfestingu, sem þeir fá svo aftur frá þeim sem er botaþoli í þessu sambandi. En líklegra er samt að þarna hafi þeir verið að safna knippum af kortaupplýsingum, sem síðan eru notuð í annars konar svindl og eru bara áframseljanlegar upplýsingar fyrir glæpamenn.“ Þá séu netglæpir af þessu tagi einkum erfiðir viðureignar vegna þess að fólk skammist sín fyrir að láta glepjast af skilaboðum þrjótanna. Gísli lagði þó áherslu á að umgjörðin væri fagmannleg af hálfu glæpamannanna og því ekki skrýtið að fólk falli fyrir svindlinu. „Þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Það er búið að mæla út mannlega hegðun. Þegar glæpirnir eru búnir til er verið að spila inn á sálfræði. Þeir búast við ákveðnum viðbrögðum hjá einstaklingum. Þetta er allt mjög vandað. Brotaþolinn í þessu samhengi er brotaþoli […]. Það sem gerir manneskju að góðri manneskju er allt misnotað í þeim eina tilgangi að hafa af þér peninga.“ Viðtal Bítisins við Gísla Jökul má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira