Innlent

Fjórir hand­teknir og þrír á slysa­deild eftir hópslags­mál í mið­bænum

Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni leikur grunur á að eggvopnum hafi verið beitt.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni leikur grunur á að eggvopnum hafi verið beitt. Vísir/Vilhelm

Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin.

Að sögn Margeirs Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá miðlægri rannsóknardeild, er talið að eggvopnum hafi verið beitt. Átökin voru á milli íslenskra og erlendra manna og mikill viðbúnaður lögreglu var á staðnum.

Einhverjir rotuðust í átökunum og fengu skurði. Fjórir eru í haldi lögreglu vegna málsins sem er nú til rannsóknar.

Vísir hefur undir höndum myndband sem tekið var á vettvangi slagsmálanna í gær. Myndbandið má sjá hér að neðan. Myndbandinu hefur verið breytt svo ekki sé hægt að persónugreina þá sem þar sjást.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×