Innlent

Tvær líkamsárásir í Hafnarfirði á innan við tíu mínútum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í tvígang í nótt á innan við tíu mínútum vegna líkamsárása í Hafnarfirði.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Klukkan 00.56 í nótt var tilkynnt um líkamsárás þar sem talið er að alls hafi sjö menn ráðist á einn. Hlupu hinir meintu árásarmenn á brott eftir árásina.

Sá sem ráðist var á var vankaður eftir árásina, og engir áverkar skráðir. Sjúkrabíll var hins vegar kallaður út og er málið í rannsókn.

Níu mínútum síðar barst annað útkall um líkamsárás í Hafnarfirði, í þetta sinn í iðnaðarhverfi. Þar var sá sem ráðist á með mikið blóð í andliti og sár á höfði, var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans.

Málið er í rannsókn en meintir gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Þá rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×