Innlent

Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla rannsakar nú málið.
Lögregla rannsakar nú málið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir að þeir sem hafi mátt þola líkamsárásina séu á svipuðum aldri og hinir meintu gerendur.

Fengu þeir rafstuð með rafbyssunni en í færslunni segir að þeir sem grunaðir eru um verknaðinn hafi verið á bak og burt þegar lögreglan mætti á svæðið.

Lögregla telur sig hins vegar hafa nöfn þeirra sem frömdu líkamsárásina og er málið í rannsókn, unnið með aðkomu foreldra og forráðamanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×