„Ég var algjör apaköttur“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. ágúst 2020 20:33 Tónlistarmaðurinn Blaffi gefur út sína fyrstu plötu á morgun og fagnar því með útgáfutónleikum á Spot sem verða í beinni útsendingu á Vísi. Aðsend mynd „Ég sem alla textana sjálfur sem ég flyt en þetta er allt bara sannleikur, ég er bara að segja hvernig mér líður og ég kafa djúpt“ ,segir Hafþór Orri Harðarsson eða Blaffi, sem gefur út sína fyrstu plötu, Partý lestin, á morgun. Blaffi er 23 ára Njarðvíkingur sem er búinn að vera að „leika sér“ í tónlistarsenunni síðan hann var 13 ára gamall. „Ég var fyrstu árin svona prakkara-rappari en svo fór ég að taka þessu alvarlega, núna vil ég fara að fá borgað fyrir þetta“, segir Blaffi og hlær. „Ég byrjaði að vinna með alvöru liði í þessari senu og núna er allt orðið miklu meira pró. Ég hef líka verið svo heppinn að fá mjög góð ráð frá reyndu fólki í bransanum sem hefur hjálpað mér mikið.“ Að plötunni koma fjórir pródúserar, fjórir rapparar og tveir söngvarar auk Blaffa og segist hann mjög ánægður með útkomuna. „Upphaflega ætlaði ég bara að gefa út smáskífu með fjórum til fimm lögum en svo þróðist þetta út í tólf laga plötu með þessu frábæra fólki. Ég er mjög spenntur fyrir þessu öllu, ég er eiginlega með hálfgert víðáttubrjálæði því að mér finnst allt vera að springa út núna, ég er að springa út.“ Aðspurður út í nafnið Blaffi segir hann það nafn hafa fests við sig á ákveðnu tímabili í sínu lífi. Ég var í svo miklu rugli. Ég var eiginlega algjör apaköttur og þegar ég fór á djammið þá endaði ég oftast í black-outi. Þá festist þetta nafn við mig, Haffi í Blackouti – Blaffi! Blaffi sneri við blaðinu fyrir fimm árum síðan og fór í meðferð. Hann segir tónlistarferil sinn hafa byrjað fyrir alvöru eftir að hann hætti að drekka. Aðsend mynd Fyrir fimm árum síðan fór Haffi í meðferð og segist hann þá algjörlega hafa snúið við blaðinu og byrjað að einbeita sér meira að tónlistinni. Plata Blaffa ber nafnið Partý lestin og segir hann nafnið vera einkennandi fyrir lífsstílinn sinn áður en hann varð edrú. „Eftir að ég varð edrú þá fór ég taka lífinu meira alvarlega og byrjaði meira að einbeita mér að tónlistarferlinum mínum. Svo á morgun er ég að halda útgáfutónleika fyrir fyrstu plötuna mína svo núna ræsi ég alvöru Partý lestina.“ Samdi lag um æskuvin sinn sem er fallinn frá „Lagið Hey vinur, er mér mjög kært en ég samdi það um æskuvin minn sem er fallinn frá. Þegar ég var að taka lagið upp þá brotnaði ég niður því mér fannst mjög erfitt að flytja það. Eins er lagið Geimfari mér mjög kært. En þessi tvö lög eiga það sameiginlegt að standa mér mjög nærri.“ Útgáfutónleikar plötunnar verða haldnir á Spot í Kópavogi annað kvöld frá átta til ellefu og mun Vísir vera með beina útsendingu frá tónleikunum. „Það er samt pláss fyrir 100 gesti en það verða allir gestir að vera með grímur og vera vel sótthreinsaðir, við verðum að passa upp á okkur,“ segir Blaffi en auk hans koma fram RuddagadduR, Haukur H og Alexander Jarl. https://open.spotify.com/album/40lhNZivuvXK0EzrkJdcdv Tónlist Tengdar fréttir „Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið“ Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér nýja smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. 26. ágúst 2020 10:00 Bein útsending: Brek í Norræna húsinu Hljómsveitin Brek heldur tónleika í Norræna húsinu. Streymið hefst klukkan 18. 28. ágúst 2020 17:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Ég sem alla textana sjálfur sem ég flyt en þetta er allt bara sannleikur, ég er bara að segja hvernig mér líður og ég kafa djúpt“ ,segir Hafþór Orri Harðarsson eða Blaffi, sem gefur út sína fyrstu plötu, Partý lestin, á morgun. Blaffi er 23 ára Njarðvíkingur sem er búinn að vera að „leika sér“ í tónlistarsenunni síðan hann var 13 ára gamall. „Ég var fyrstu árin svona prakkara-rappari en svo fór ég að taka þessu alvarlega, núna vil ég fara að fá borgað fyrir þetta“, segir Blaffi og hlær. „Ég byrjaði að vinna með alvöru liði í þessari senu og núna er allt orðið miklu meira pró. Ég hef líka verið svo heppinn að fá mjög góð ráð frá reyndu fólki í bransanum sem hefur hjálpað mér mikið.“ Að plötunni koma fjórir pródúserar, fjórir rapparar og tveir söngvarar auk Blaffa og segist hann mjög ánægður með útkomuna. „Upphaflega ætlaði ég bara að gefa út smáskífu með fjórum til fimm lögum en svo þróðist þetta út í tólf laga plötu með þessu frábæra fólki. Ég er mjög spenntur fyrir þessu öllu, ég er eiginlega með hálfgert víðáttubrjálæði því að mér finnst allt vera að springa út núna, ég er að springa út.“ Aðspurður út í nafnið Blaffi segir hann það nafn hafa fests við sig á ákveðnu tímabili í sínu lífi. Ég var í svo miklu rugli. Ég var eiginlega algjör apaköttur og þegar ég fór á djammið þá endaði ég oftast í black-outi. Þá festist þetta nafn við mig, Haffi í Blackouti – Blaffi! Blaffi sneri við blaðinu fyrir fimm árum síðan og fór í meðferð. Hann segir tónlistarferil sinn hafa byrjað fyrir alvöru eftir að hann hætti að drekka. Aðsend mynd Fyrir fimm árum síðan fór Haffi í meðferð og segist hann þá algjörlega hafa snúið við blaðinu og byrjað að einbeita sér meira að tónlistinni. Plata Blaffa ber nafnið Partý lestin og segir hann nafnið vera einkennandi fyrir lífsstílinn sinn áður en hann varð edrú. „Eftir að ég varð edrú þá fór ég taka lífinu meira alvarlega og byrjaði meira að einbeita mér að tónlistarferlinum mínum. Svo á morgun er ég að halda útgáfutónleika fyrir fyrstu plötuna mína svo núna ræsi ég alvöru Partý lestina.“ Samdi lag um æskuvin sinn sem er fallinn frá „Lagið Hey vinur, er mér mjög kært en ég samdi það um æskuvin minn sem er fallinn frá. Þegar ég var að taka lagið upp þá brotnaði ég niður því mér fannst mjög erfitt að flytja það. Eins er lagið Geimfari mér mjög kært. En þessi tvö lög eiga það sameiginlegt að standa mér mjög nærri.“ Útgáfutónleikar plötunnar verða haldnir á Spot í Kópavogi annað kvöld frá átta til ellefu og mun Vísir vera með beina útsendingu frá tónleikunum. „Það er samt pláss fyrir 100 gesti en það verða allir gestir að vera með grímur og vera vel sótthreinsaðir, við verðum að passa upp á okkur,“ segir Blaffi en auk hans koma fram RuddagadduR, Haukur H og Alexander Jarl. https://open.spotify.com/album/40lhNZivuvXK0EzrkJdcdv
Tónlist Tengdar fréttir „Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið“ Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér nýja smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. 26. ágúst 2020 10:00 Bein útsending: Brek í Norræna húsinu Hljómsveitin Brek heldur tónleika í Norræna húsinu. Streymið hefst klukkan 18. 28. ágúst 2020 17:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið“ Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér nýja smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. 26. ágúst 2020 10:00
Bein útsending: Brek í Norræna húsinu Hljómsveitin Brek heldur tónleika í Norræna húsinu. Streymið hefst klukkan 18. 28. ágúst 2020 17:00