Sunnudagslægð í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:49 Landsmenn ættu að búa sig undir bleytu. vísir/vilhelm Fólk á vestanverðu landinu ætti að búa sig undir stöku skúrir í dag. Rigningin er upphitun fyrir það sem koma skal en kort Veðurstofunnar bera með sér vætu eins langt og spárnar ná. Þá mun jafnframt hvessa á sunnudag, svo mikið að ökumenn með aftanívagna gætu þurft að hafa varann á. Veðurfræðingur segir að það verði vestlæg átt í dag. Víða skýjað og sums staðar súld eða rigning um landið vestanvert, en yfirleitt þurrt á austurhelmingi landsins. Hitinn verði á bilinu 8 til 16 stig að deginum og hlýjast á Suðausturlandi. Það verði þó hægari vindur á morgun, „en annars svipað“ eins og veðurfræðingurinn orðar það. Það verði skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar væta en líklega muni haldast þurrt á suðausturhorninu. Hitinn verði jafnframt á svipuðu slóðum og í dag eða á bilinu 10 til 15 stig. Landsmenn ættu jafnframt að búast við því að það hvessi eftir því sem líður á helgina. „Sunnudagslægð“ sé í kortunum og segir veðurfræðingur að þau sem „ætla sér að ferðast með aftanívagna og eða bíla sem taka á sig mikinn vind [eigi að] hafa það í huga að aðstæður gætu orðið mjög krefjandi, einkum við fjöll, þar sem strengir myndast.“ Að öðru leyti verði fremur milt veður. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar væta, en þurrt suðaustantil. Hiti 10 til 15 stig. Á sunnudag: Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en hægari og þurrt NA-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-lands. Á mánudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og rigning á köflum. Hiti 10 til 15 stig. Á þriðjudag: Breytileg og síðar N-læg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla suðaustanlands. Kólnar heldur á N-landi. Á miðvikudag: Norðlæg átt með dálítilli vætu fyrir norðan og líkum á síðdegisskúrum syðra. Hiti 7 til 15 stig, svalast fyrir norðan. Á fimmtudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Léttskýja og milt SV-til, en annars skýjað og mun svalara. Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Fólk á vestanverðu landinu ætti að búa sig undir stöku skúrir í dag. Rigningin er upphitun fyrir það sem koma skal en kort Veðurstofunnar bera með sér vætu eins langt og spárnar ná. Þá mun jafnframt hvessa á sunnudag, svo mikið að ökumenn með aftanívagna gætu þurft að hafa varann á. Veðurfræðingur segir að það verði vestlæg átt í dag. Víða skýjað og sums staðar súld eða rigning um landið vestanvert, en yfirleitt þurrt á austurhelmingi landsins. Hitinn verði á bilinu 8 til 16 stig að deginum og hlýjast á Suðausturlandi. Það verði þó hægari vindur á morgun, „en annars svipað“ eins og veðurfræðingurinn orðar það. Það verði skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar væta en líklega muni haldast þurrt á suðausturhorninu. Hitinn verði jafnframt á svipuðu slóðum og í dag eða á bilinu 10 til 15 stig. Landsmenn ættu jafnframt að búast við því að það hvessi eftir því sem líður á helgina. „Sunnudagslægð“ sé í kortunum og segir veðurfræðingur að þau sem „ætla sér að ferðast með aftanívagna og eða bíla sem taka á sig mikinn vind [eigi að] hafa það í huga að aðstæður gætu orðið mjög krefjandi, einkum við fjöll, þar sem strengir myndast.“ Að öðru leyti verði fremur milt veður. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar væta, en þurrt suðaustantil. Hiti 10 til 15 stig. Á sunnudag: Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en hægari og þurrt NA-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-lands. Á mánudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og rigning á köflum. Hiti 10 til 15 stig. Á þriðjudag: Breytileg og síðar N-læg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla suðaustanlands. Kólnar heldur á N-landi. Á miðvikudag: Norðlæg átt með dálítilli vætu fyrir norðan og líkum á síðdegisskúrum syðra. Hiti 7 til 15 stig, svalast fyrir norðan. Á fimmtudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Léttskýja og milt SV-til, en annars skýjað og mun svalara.
Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira