Innlent

Tekjutengdar bætur til sex mánaða og hlutabótaleiðin framlengd um tvo

Kolbeinn Tumi Daðason og Birgir Olgeirsson skrifa
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með ríkisstjórn sinni í hádeginu. Þar voru tillögur félagsmálaráðherra samþykktar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með ríkisstjórn sinni í hádeginu. Þar voru tillögur félagsmálaráðherra samþykktar. Vísir/Vilhelm

Hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði, tekjutengdar atvinnuleysisbætur fást greiddar í sex mánuði og laun í sóttkví verða greidd til ársins 2021. Þetta er niðurstaða ríkisstjórnarfundar sem fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í hádeginu.

Hlutabótaleiðin rennur út nú um mánaðamótin og hefur verið sterkt ákall frá ferðaþjónustunni um áframhald hennar. Með því að framlengja hana verði fyrirtækjum gert kleift að halda í lykilstarfsfólk sitt og viðhalda þar með nauðsynlegri þekkingu til að geta blásið til sóknar á ný þegar betur betur árár. Var það niðurstaða fundarins að framlengja leiðina um tvo mánuði á meðan verið væri að átta sig á stöðunni.

Að neðan útskýrir félagsmálaráðherra nýsamþykktar aðgerðir ríkisstjórnarinnar nánar.

Þá ræddi ríkisstjórnin einnig á fundi sínum tekjutengdar atvinnuleysisbætur en Bandalag háskólamenntaðra hefur kallað eftir því að tekjutengdar atvinnuleyisbætur verði hækkaðar og tekjutengda tímabilið framlengt. Var ákveðið að framlengja tekjutengdar bætur úr þremur mánuðum til sex mánaða.

Þá ákvað ríkisstjórnin að framlengja úrræði sem varðar tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að sýna merki þess að vera sýktir. Var ákveðið að úrræðið myndi gilda út árið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.