Innanlandssmitin öll af sama stofni Sylvía Hall og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. ágúst 2020 20:36 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Vísir/Sigurjón 233 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðasta mánuðinn og eru þau öll rakin til sama stofns veirunnar. Yfirmaður smitrakningarteymis segir að fyrsta tilfellið hér á landi hafi komið upp í Kópavogi. Þá hafi komið upp hópsýkingar á Akranesi og Suðurlandi. Enn einn skólinn bættist í hóp þeirra þar sem röskun verður á skólastarfi í dag en einn þriðji starfsmanna eða átta manns áleikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. Frá því á föstudag hefur því röskun orðið á skólastarfi í fimm grunn- og leikskólum og í Hinu húsinu. Fram hefur komið að líklega hafi starfsmenn skólanna, Hins hússins og Huldubergs smitast í hópsýkingu á Hótel Rangá. Yfirmaður smitrakningateymis hjá Landlækni segir að öll innanlandstilfelli í síðari bylgju faraldursins séu af sama meiði. „Þetta er í rauninni veira af sömu ætt og sú sem við höfum verið að kljást við innanlands og hefur verið að skjóta sér upp innan hópa. Við vitum að hún kemur að utan en við erum ekki á þeim stað að við getum sagt hvenær hún kom eða hvernig hún kom hingað," segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í höfuðborginni. „Fyrsta tilfellið sem kemur upp er í Kópavogi. Svo er það líka stundum þannig að þeir sem greinast fyrstir eru ekki endilega þeir fyrstu sem fá veiruna, það fer allt eftir því hvenær menn greinast og hvenær einkennin koma fram,“ segir Jóhann. „Hún hefur fengið lit hjá okkur, við höfum kallað þetta grænu veiruna.“ Græna veiran sé búin að skjóta upp kollinum um allt land frá 25. júlí. Til að mynda hafi verið stór hópsýking á Akranesi í byrjun ágúst og svo í síðustu viku á Suðurlandi og kringum hótel Rangá. „Hópur sem meðal annars tengist hóteli, hann telur núna um það bil 24, en þetta er hópur sem hefur margar staðsetningar. Það er í rauninni engin ein staðsetning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
233 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðasta mánuðinn og eru þau öll rakin til sama stofns veirunnar. Yfirmaður smitrakningarteymis segir að fyrsta tilfellið hér á landi hafi komið upp í Kópavogi. Þá hafi komið upp hópsýkingar á Akranesi og Suðurlandi. Enn einn skólinn bættist í hóp þeirra þar sem röskun verður á skólastarfi í dag en einn þriðji starfsmanna eða átta manns áleikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. Frá því á föstudag hefur því röskun orðið á skólastarfi í fimm grunn- og leikskólum og í Hinu húsinu. Fram hefur komið að líklega hafi starfsmenn skólanna, Hins hússins og Huldubergs smitast í hópsýkingu á Hótel Rangá. Yfirmaður smitrakningateymis hjá Landlækni segir að öll innanlandstilfelli í síðari bylgju faraldursins séu af sama meiði. „Þetta er í rauninni veira af sömu ætt og sú sem við höfum verið að kljást við innanlands og hefur verið að skjóta sér upp innan hópa. Við vitum að hún kemur að utan en við erum ekki á þeim stað að við getum sagt hvenær hún kom eða hvernig hún kom hingað," segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í höfuðborginni. „Fyrsta tilfellið sem kemur upp er í Kópavogi. Svo er það líka stundum þannig að þeir sem greinast fyrstir eru ekki endilega þeir fyrstu sem fá veiruna, það fer allt eftir því hvenær menn greinast og hvenær einkennin koma fram,“ segir Jóhann. „Hún hefur fengið lit hjá okkur, við höfum kallað þetta grænu veiruna.“ Græna veiran sé búin að skjóta upp kollinum um allt land frá 25. júlí. Til að mynda hafi verið stór hópsýking á Akranesi í byrjun ágúst og svo í síðustu viku á Suðurlandi og kringum hótel Rangá. „Hópur sem meðal annars tengist hóteli, hann telur núna um það bil 24, en þetta er hópur sem hefur margar staðsetningar. Það er í rauninni engin ein staðsetning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04