Krafturinn í tívolíbombunni svipaður og í handsprengju Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2020 20:00 Sprengingin átti sér stað við þennan göngustíg í Heiðmörk. Google Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. Hér má sjá á korti hvar sprengingin varð. Vísir Lögreglu barst tilkynningu um að karlmaður hefði slasast alvarlega eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk í gærkvöldi. „Þegar við förum á vettvang þá hittum við á par, Pólverja á sextugsaldri, á bílastæði í Heiðmörk. Þá kom í ljós að handleggurinn á manninum við olnboga var horfinn,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Parið segist hafa fundið tívolíbomburna við göngustíg. „Og maðurinn hafi eitthvað farið að fikta við það og borið eld á, og hún sprakk með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. Konan vafði peysu sína utan um sárið, hringdi eftir hjálp og óku þau til móts við sjúkraflutningamenn. „Þegar við komum að var „strap“ á handleggnum og búið að stöðva blæðinguna,“ segir Skúli. Á vettvangi fannst önnur þriggja tommu tívolíbomba sem var fargað. Almenn sala á tívolíbombum af þessari stærð er bönnuð. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, með robotanum sem var notaður til að eyða tívolíbombunni sem fannst í Heiðmörk. „Það fannst þarna tívolíbomba sem var búið að eiga við. Það var búið að koma henni fyrir undir steini. Sprengjusérfræðingar eyddu henni á staðnum. Settu hleðslu við hliðina á henni og sprengdu úr fjarlægð,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Búið var að fjarlægja sprengjuhleðslu úr bombunni sem notuð er til að drífa hana á loft. „Það var sjáanlegur lítill þráður sem mögulega hefur verið hægt að kveikja í og koma henni af stað.“ Krafturinn í tívolíbombu er svipaður og í handsprengju. Líklegast hafa bomburnar ekki verið þarna lengur en nokkra daga. „Út af veðrinu, það hefur rigndi fyrir einhverri viku síðan og hún hefur ekki legið í rigningu þarna lengi.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. Hér má sjá á korti hvar sprengingin varð. Vísir Lögreglu barst tilkynningu um að karlmaður hefði slasast alvarlega eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk í gærkvöldi. „Þegar við förum á vettvang þá hittum við á par, Pólverja á sextugsaldri, á bílastæði í Heiðmörk. Þá kom í ljós að handleggurinn á manninum við olnboga var horfinn,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Parið segist hafa fundið tívolíbomburna við göngustíg. „Og maðurinn hafi eitthvað farið að fikta við það og borið eld á, og hún sprakk með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. Konan vafði peysu sína utan um sárið, hringdi eftir hjálp og óku þau til móts við sjúkraflutningamenn. „Þegar við komum að var „strap“ á handleggnum og búið að stöðva blæðinguna,“ segir Skúli. Á vettvangi fannst önnur þriggja tommu tívolíbomba sem var fargað. Almenn sala á tívolíbombum af þessari stærð er bönnuð. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, með robotanum sem var notaður til að eyða tívolíbombunni sem fannst í Heiðmörk. „Það fannst þarna tívolíbomba sem var búið að eiga við. Það var búið að koma henni fyrir undir steini. Sprengjusérfræðingar eyddu henni á staðnum. Settu hleðslu við hliðina á henni og sprengdu úr fjarlægð,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Búið var að fjarlægja sprengjuhleðslu úr bombunni sem notuð er til að drífa hana á loft. „Það var sjáanlegur lítill þráður sem mögulega hefur verið hægt að kveikja í og koma henni af stað.“ Krafturinn í tívolíbombu er svipaður og í handsprengju. Líklegast hafa bomburnar ekki verið þarna lengur en nokkra daga. „Út af veðrinu, það hefur rigndi fyrir einhverri viku síðan og hún hefur ekki legið í rigningu þarna lengi.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira