Innlent

Margir hlupu til góðs í dag eða nutu viðburða

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Þrátt fyrir að menningarnótt hefði verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins mættu margir í miðbæ Reykjavíkur í dag og nutu viðburða. Þá voru margir sem hlupu til góðs í dag. Um klukkan sjö höfðu um 2400 hlauparar safnað um 64 milljónum króna til góðra málefna en hægt er að gefa í söfnunina á hlaupastyrkur.is þar til á þriðjudag. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elisa Reid forsetafrú hlupu góðgerðarhlaup með Steinda og fleiri fylgdu í kjölfarið.

Á Vesturgötu var útimarkaður þar sem listamenn seldu verk sín. Lúðrasveit verkalýðsins spilaði úti fyrir berum himni í dag á Klambratúni og þar fór fram gjörningur eftir Guðrúnu Veru Hjartardóttur listakonu.  



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×