Innlent

Níu greindust með veiruna innan­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Níu greindust með veiruna innanlands í gær. 
Níu greindust með veiruna innanlands í gær.  Vísir/vilhelm

Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sex greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og þrír hjá Íslenskri erfðagreiningu. Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar.

Átta voru í sóttkví við greiningu.

112 eru í einangrun samanborið við 120 í gær. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu.

Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga. Í gær voru 535 í sóttkví.

351 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær, 237 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 1.815 við landamæraskimun.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur fór úr 15,3 í 16,9. Þá fór nýgengi landamærasmita úr 12,3 í 12,0.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×