Innlent

Íslendingar komast enn til og frá Noregi eftir lokun

Kjartan Kjartansson skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti um lokun landamæranna í gær. Myndin er úr safni.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti um lokun landamæranna í gær. Myndin er úr safni. Vísir/EPA

Ríkisborgarar EES-ríkja, þar á meðal Íslendingar, og fjölskyldur þeirra sem eru búsett eða starfa í Noregi geta áfram komið til landsins eftir að landamærunum verður lokað á morgun. Sendiráð Íslands í Osló segir að Íslendingar í Noregi komist einnig úr landi eftir lokunina.

Norsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau ætluðu að loka landamærum sínum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins frá klukkan átta í fyrramálið, mánudaginn 16. mars. Noregi verður þá lokað fyrir erlenda ríkisborgara án dvalarleyfis.

Flugvellir verða þó áfram opnir fyrir alþjóðlegt flug frá Noregi og svo ferðamenn og erlendir ríkisborgarar geti farið úr landi og til síns heima eftir lokunina, að því er kemur fram í tilkynningu sem íslenska sendiráðið í Olsó birti á Facebook-síðu sinni í morgun.

Þá geta Íslendingar sem búa eða starfa í Noregi ásamt ríkisborgurum annarra EES-ríkja áfram geta komið til Noregs. Innanlandsflugvellir starfa áfram.

Sendiráðið bendir íslenskum ríkisborgurum sem eru staddir í Noregi en hafa heimilisfesti á Íslandi eða vilja komast til Íslands að kanna og bóka flug beint í gegnum flugfélögin. Vísar það einnig á vefsíðu norskra yfirvalda um frekari upplýsingar auk fjölmiðla og tilkynninga stjórnvalda þar sem ákvarðanir og fyrirmæli geti breyst með skömmum fyrirvara.


Tengdar fréttir

Norðmenn loka landamærunum

Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Norðmenn loka landamærunum

Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×