Furða sig á málshöfðun Lilju Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 17:18 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. Greint var frá því í júní að Lilja hygðist stefna Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að skipan Páls hefði brotið í bága við jafnréttislög. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála eru bindandi gagnvart málsaðilum, samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hins vegar get a málsaðilar borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Setur starfsmanninn í fordæmalausa stöðu Í yfirlýsingu FHSS segir að engin dæmi séu um að ráðherra hafi persónulega höfðað mál gegn starfsmanni ríkisins sem hafi ekkert unnið sér til saka annað en að sækja um starf sem hann fékk ekki og kæra þá niðurstöðu eins og lög heimila. „Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda með breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að ráðherra geti stefnt félagsmanni einum fyrir dóm til þess að fá niðurstöðu kærunefndarinnar hnekkt. Þar sem þessi lagabreytingatillaga liggur nú þegar fyrir er félaginu óskiljanlegt að ráðherra skuli hafa ákveðið að stefna félagsmanninum persónulega fyrir dóm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá er því haldið fram að málshöfðun Lilju á hendur Hafdísi, sem ekki er nefnd á nafn í yfirlýsingunni, geti haft það í för með sér að umsækjendur starfa veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn. „Auk þess að setja félagsmanninn í fordæmalausa stöðu gagnvart ráðherra er hætt við að stefnan muni fæla hæfa umsækjendur frá því að sækja um störf hjá ríkinu.“ Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. Greint var frá því í júní að Lilja hygðist stefna Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að skipan Páls hefði brotið í bága við jafnréttislög. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála eru bindandi gagnvart málsaðilum, samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hins vegar get a málsaðilar borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Setur starfsmanninn í fordæmalausa stöðu Í yfirlýsingu FHSS segir að engin dæmi séu um að ráðherra hafi persónulega höfðað mál gegn starfsmanni ríkisins sem hafi ekkert unnið sér til saka annað en að sækja um starf sem hann fékk ekki og kæra þá niðurstöðu eins og lög heimila. „Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda með breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að ráðherra geti stefnt félagsmanni einum fyrir dóm til þess að fá niðurstöðu kærunefndarinnar hnekkt. Þar sem þessi lagabreytingatillaga liggur nú þegar fyrir er félaginu óskiljanlegt að ráðherra skuli hafa ákveðið að stefna félagsmanninum persónulega fyrir dóm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá er því haldið fram að málshöfðun Lilju á hendur Hafdísi, sem ekki er nefnd á nafn í yfirlýsingunni, geti haft það í för með sér að umsækjendur starfa veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn. „Auk þess að setja félagsmanninn í fordæmalausa stöðu gagnvart ráðherra er hætt við að stefnan muni fæla hæfa umsækjendur frá því að sækja um störf hjá ríkinu.“
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira