Ólafur Helgi segir síðasta daginn hafa verið uppnámslausan Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 16:53 Ólafur Helgi Kjartansson rúllar hér munum út af skrifstofunni sinni á lögreglustöðinni á Suðurnesjum. vísir/sigurjón Ólafur Helgi Kjartansson kvaddi í dag starfsstöð sína hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Með því lýkur áratugalöngum löggæsluferli Ólafs. Þó svo að enn sé rúm vika í að hann taki við nýja starfinu var Ólafur Helgi að ganga frá skrifstofu sinni þegar ljósmyndara bar að garði á Suðurnesjum nú síðdegis. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að hann hafi átt inni nokkra sumarleyfisdaga sem hann hyggst nýta áður en hann fer í dómsmálaráðuneytið. Ólafur fundaði með ráðuneytisstjóra í dag á Suðurnesjum en að sögn DV var það vegna „uppnáms“ í lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Hann hafi t.a.m. reynt að opna læstan skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs þar sem hann á hafa ásælst mannauðsgögn embættisins. Ólafur segir það hins vegar alrangt í samtali við fréttastofu, uppnámið hafi ekki verið neitt. Fundur hans og ráðuneytisstjórans hafi einungis snúið að yfirvofandi starfsskiptum og orlofi næstu daga. Hann hafnar því jafnframt að hafa ætlað að opna skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs. Nokkur styr hefur staðið um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þannig óskaði Ólafur Helgi eftir því við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi tveggja starfsmanna embættisins yrði skoðað. Starfsmennirnir fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að aðrir tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þá hafa ráðningamál verið í brennidepli eftir að ljósi var varpað á hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Þar var 30 ára starfsreynsla, grunn- og meistaranám í lögfræði, fjórar annir í mannauðsstjórnun og meistaranám í rannsóknum við norskan háskóla lagt að jöfnu við menntun í markþjálfun, eitt ár í Bifröst og eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sá sem var með síðarnefndu menntunina var talinn hæfari, sem kom þó ekki að sök því Ólafur Helgi réð hvorugan. Hann vildi ekki tjá sig um innri málefni embættisins í samtali við fréttastofu. Ólafur Helgi segir þó að honum sé annt um embættið og segir að þar vinni gott og heiðarlegt fólk. Lögreglan Tengdar fréttir Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson kvaddi í dag starfsstöð sína hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Með því lýkur áratugalöngum löggæsluferli Ólafs. Þó svo að enn sé rúm vika í að hann taki við nýja starfinu var Ólafur Helgi að ganga frá skrifstofu sinni þegar ljósmyndara bar að garði á Suðurnesjum nú síðdegis. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að hann hafi átt inni nokkra sumarleyfisdaga sem hann hyggst nýta áður en hann fer í dómsmálaráðuneytið. Ólafur fundaði með ráðuneytisstjóra í dag á Suðurnesjum en að sögn DV var það vegna „uppnáms“ í lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Hann hafi t.a.m. reynt að opna læstan skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs þar sem hann á hafa ásælst mannauðsgögn embættisins. Ólafur segir það hins vegar alrangt í samtali við fréttastofu, uppnámið hafi ekki verið neitt. Fundur hans og ráðuneytisstjórans hafi einungis snúið að yfirvofandi starfsskiptum og orlofi næstu daga. Hann hafnar því jafnframt að hafa ætlað að opna skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs. Nokkur styr hefur staðið um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þannig óskaði Ólafur Helgi eftir því við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi tveggja starfsmanna embættisins yrði skoðað. Starfsmennirnir fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að aðrir tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þá hafa ráðningamál verið í brennidepli eftir að ljósi var varpað á hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Þar var 30 ára starfsreynsla, grunn- og meistaranám í lögfræði, fjórar annir í mannauðsstjórnun og meistaranám í rannsóknum við norskan háskóla lagt að jöfnu við menntun í markþjálfun, eitt ár í Bifröst og eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sá sem var með síðarnefndu menntunina var talinn hæfari, sem kom þó ekki að sök því Ólafur Helgi réð hvorugan. Hann vildi ekki tjá sig um innri málefni embættisins í samtali við fréttastofu. Ólafur Helgi segir þó að honum sé annt um embættið og segir að þar vinni gott og heiðarlegt fólk.
Lögreglan Tengdar fréttir Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11
Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14