Fótbolti

Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, þurfti að tilkynna Ítölum að hann væri búinn að loka landinu og banna alla íþróttaviðburði.
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, þurfti að tilkynna Ítölum að hann væri búinn að loka landinu og banna alla íþróttaviðburði. EPA-EFE/FILIPPO ATTILI
Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær.

Enginn íþróttaviðburður getur farið fram á Ítalíu næsta mánuðinn og þar á meðal eru allir leikir í Seríu A í fótboltanum.

Það var líka ákveðið að loka öllum líkamsræktarstöðvum í landinu en Ítalir hafa komið mjög illa út úr útbreiðslu kórónuveirunnar

„Það er það rétta á þessum tímapunkti að vera heima. Okkar framtíð er í okkar höndum. Okkar hendur verða að taka ábyrgð og meira í dag en nokkurn tímann áður. Allir þurfa að gera sitt, sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.

„Það er þess vegna sem við lokum öllu landinu eins og við höfðum lokað norðurhlutanum fyrir aðeins nokkrum dögum síðar. Við höfum líka gert aðrar ráðstafanir með íþróttaviðburði,“ sagði Conte en síðust leikir höfðu farið fram fyrir luktum dyrum. Nú mun enginn leikur fara fram í einn mánuð.

„Eins og staðan er núna þá er engin ástæða til að halda keppni áfram. Ég er að hugsa um ítölsku deildina (Seríu A). Ég bið ykkur afsökunar á því að þurfa að segja þetta en allir stuðningsmennirnir verða að sætta sig við þetta og við mun líka þurfa að loka öllum líkamsræktarstöðvum,“ sagði Giuseppe Conte eins og sjá má hér fyrir neðan.



Klippa: Ítalski forsætisráðherrann bannar alla íþróttaviðburði á Ítalíu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×