Vonar að fljótlega verði hægt að slaka á hömlum innanlands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 20:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir vonar að fljótlega verði hægt að draga úr hömlum sem nú eru í gildi innanlands, í ljósi þess að vel hafi gengið að ná böndum á faraldurinn. Tveir greindust innanlands í gær og alls eru nú 117 í einangrun og fækkar milli daga. 439 eru í sóttkví og einn á sjúkrahúsi. „Við þurfum að gæta áfram vel að öllum varúðarráðstöfunum hér innanlands og vonandi tekst okkur að ná bara mjög góðum tökum þannig að við getum fljótlega farið að slaka á hömlum hér innanlands. Ég held að það sé það sem er í pípunum núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Hann ítrekar að á meðan smitum innanlands hafi farið fækkandi, hafi þeim farið fjölgandi sem greinast á landamærum. „Einhverjir hafa túlkað orð mín svo undanfarið að ég teldi að nákvæmlega þessar aðgerðir sem nú eru í gangi þurfi að vera í einhverja mánuði eða ár. En það er ekki það sem ég hef sagt, heldur að það þurfi að vera einhvers konar takmarkanir og einhvers konar aðgerðir á landamærunum en eins og annað sem við erum að gera þá þarf það að vera í sífelldri endurskoðun,“ segir Þórólfur. Stefnt er að því að koma á kerfi til að stuðla að auknum fyrirsjáanleika. „Við erum að skoða ýmsar leiðir í því og til dæmis það að útbúa einhvers konar stigskiptingu ástands á hverjum tíma. Ekki bara þessi almannavarnastig heldur að innan hvers stigs getum við notað litakóða. Svipað kannski eins og við þekkjum með veðrið, þar sem eru gefnar út viðvaranir, jafnvel bundnar við ákveðna landshluta eftir ástandi á hverjum tíma,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Sóttvarnalæknir vonar að fljótlega verði hægt að draga úr hömlum sem nú eru í gildi innanlands, í ljósi þess að vel hafi gengið að ná böndum á faraldurinn. Tveir greindust innanlands í gær og alls eru nú 117 í einangrun og fækkar milli daga. 439 eru í sóttkví og einn á sjúkrahúsi. „Við þurfum að gæta áfram vel að öllum varúðarráðstöfunum hér innanlands og vonandi tekst okkur að ná bara mjög góðum tökum þannig að við getum fljótlega farið að slaka á hömlum hér innanlands. Ég held að það sé það sem er í pípunum núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Hann ítrekar að á meðan smitum innanlands hafi farið fækkandi, hafi þeim farið fjölgandi sem greinast á landamærum. „Einhverjir hafa túlkað orð mín svo undanfarið að ég teldi að nákvæmlega þessar aðgerðir sem nú eru í gangi þurfi að vera í einhverja mánuði eða ár. En það er ekki það sem ég hef sagt, heldur að það þurfi að vera einhvers konar takmarkanir og einhvers konar aðgerðir á landamærunum en eins og annað sem við erum að gera þá þarf það að vera í sífelldri endurskoðun,“ segir Þórólfur. Stefnt er að því að koma á kerfi til að stuðla að auknum fyrirsjáanleika. „Við erum að skoða ýmsar leiðir í því og til dæmis það að útbúa einhvers konar stigskiptingu ástands á hverjum tíma. Ekki bara þessi almannavarnastig heldur að innan hvers stigs getum við notað litakóða. Svipað kannski eins og við þekkjum með veðrið, þar sem eru gefnar út viðvaranir, jafnvel bundnar við ákveðna landshluta eftir ástandi á hverjum tíma,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira